Handbolti

Logi Geirsson: „Eitthvað stórkostlegt í fæðingu hjá Íslandi á HM“

Að venju var mikið um að vera í HM þættinum Þorsteinn J. & gestir í kvöld fyrir og eftir sigurleik Íslands gegn Noregi í Linköping í Svíþjóð. Logi Geirsson sérfræðingur þáttarins sagði m.a. að það væri eitthvað stórkostlegt í fæðingu hjá íslenska liðinu á HM. „Krafturinn í liðinu er ótrúlegur, Norðmennirnir gjörsamlega sprungu og það var stríðsdans hjá Íslandi. Okkur eru allir vegir færir," sagði Logi m.a. í þættinum.

Logi hringdi í Aron Pálmarsson fyrir leikinn og skilaboðin voru einföld, „skjóttu drengur".

Hafrún Kristjánsdóttir fór í gegnum „handbolta 101" með leikfræðigreiningu sinni. Það var óljóst og er í raun hernarleyndarmál hvort þessi skýring hennar hafi verið leikkerfið „Köben" eða „Kaíró". Hver veit það nema Guðmundur Guðmundsson?

Guðjón Guðmundsson handboltasérfræðingur Stöðvar 2 sport sagði að Ísland væri á pari eftir riðlakeppnina en hann setur landsliðið í efsta sæti í sögulegu samhengi. „Þetta er stórkostlegt lið, án nokkurs vafa besta landslið sem við höfum átt," sagði Guðjón m.a. í þættinum.

„Þetta er algjörlega einstakt, þetta eru fimm leikir og fimm sigrar. Þetta hefur aldrei gerst í sögu okkar á HM," sagði Geir Sveinsson fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins sem er einn af sérfræðingum þáttarins.

Samantektina má sjá með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×