Evran heldur áfram að styrkjast 21. janúar 2011 11:44 Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í morgun og hefur nú ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollar í tvo mánuði. Evran kostar 1,353 dollara og hefur undanfarnar tvær vikur styrkst um tæplega 5% gagnvart dollar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það sem sé að styrkja evruna nú er samspil margra mismunandi þátta. Má þar nefna auknar væntingar um vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu. Hækkandi matvæla- og eldsneytisverð hefur gert það að verkum að verðbólguþrýstingur hefur aukist talsvert undanfarið í Evrópu sem og annars staðar. Þetta þykir ýmsum benda til þess að auknar líkur séu nú á að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en áður hafði verið búist við, jafnvel um mitt þetta ár. Þá lítur nú út fyrir að leiðtogar Evrópusambandsins gætu verið að komast að niðurstöðu um varanlegri lausn á skuldavandræðum einstakra ríkja í myntsamstarfinu en verið hefur á borðinu til þessa. Í þriðja lagi hafa skuldabréfaútboð Portúgals og Spánar tekist með ágætum undanfarið, sem hefur dregið úr áhyggjum af stöðu þessara ríkja og þótt minnka líkurnar á því að þau fari sömu leið og Grikkland og Írland. Að auki má bæta við að hagvöxtur á síðasta ári í Þýskalandi var 3,6% sem var umfram væntingar og í kjölfarið hafa hagvaxtarspár fyrir þetta ár verið uppfærðar fyrir Þýskaland, stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í morgun og hefur nú ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollar í tvo mánuði. Evran kostar 1,353 dollara og hefur undanfarnar tvær vikur styrkst um tæplega 5% gagnvart dollar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það sem sé að styrkja evruna nú er samspil margra mismunandi þátta. Má þar nefna auknar væntingar um vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu. Hækkandi matvæla- og eldsneytisverð hefur gert það að verkum að verðbólguþrýstingur hefur aukist talsvert undanfarið í Evrópu sem og annars staðar. Þetta þykir ýmsum benda til þess að auknar líkur séu nú á að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en áður hafði verið búist við, jafnvel um mitt þetta ár. Þá lítur nú út fyrir að leiðtogar Evrópusambandsins gætu verið að komast að niðurstöðu um varanlegri lausn á skuldavandræðum einstakra ríkja í myntsamstarfinu en verið hefur á borðinu til þessa. Í þriðja lagi hafa skuldabréfaútboð Portúgals og Spánar tekist með ágætum undanfarið, sem hefur dregið úr áhyggjum af stöðu þessara ríkja og þótt minnka líkurnar á því að þau fari sömu leið og Grikkland og Írland. Að auki má bæta við að hagvöxtur á síðasta ári í Þýskalandi var 3,6% sem var umfram væntingar og í kjölfarið hafa hagvaxtarspár fyrir þetta ár verið uppfærðar fyrir Þýskaland, stærsta hagkerfi evrusvæðisins.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira