Enski boltinn

Bale sá um Norwich

Nordic Photos / Getty Images
Tottenham var aðeins annað af toppliðunum á Englandi sem náði að vinna sinn leik eftir jól. Spurs vann góðan sigur á Norwich í kvöld, 0-2.

Það var kantmaðurinn magnaði Gareth Bale sem afgreiddi leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Hið fyrra kom með skoti frá vítateig en hið síðara eftir magnaðan sprett upp allan vallarhelming Norwich. Sá sprettur endaði með því að Bale vippaði boltanum smekklega yfir markvörð Norwich.

Spurs er í þriðja sæti deildarinnar. Sjö stigum á eftir Manchesterliðunum. Norwich er í ellefta sæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×