Enski boltinn

Tíu leikmenn Wolves héldu út gegn Arsenal

Nordic Photos / Getty Images
Basl stórliðanna um jólin hélt áfram í dag er Arsenal varð að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn tíu leikmönnum Wolves.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Arsenal en Gervinho skoraði eftir einstaklingsframtak i teignum eftir nokkurra mínútna leik. Hann hefði getað gefið á galopinn Robin van Persie sem var að reyna að bæta markamet Thierry Henry. Sem betur fer fyrir Gervinho náði hann að klára færið sitt.

Leikmenn Wolves börðust grimmilega og uppskáru jöfnunarmark skömmu fyrir hlé. Markið ekki það fallegasta en taldi líkt og önnur.

Sundarfjórðungi fyrir leikslok var Nenad Milijas, leikmanni Wolves, vikið af velli fyrir afar litlar sakir. Skömmu áður hafði Alex Song sloppið með skrekkinn er það hefði mátt réttlæta rautt spjald á hann.

Arsenal hélt uppi stórsókn síðustu mínútur leiksins en Hennessey fór á kostum í marki Wolves og varði eins og berserkur.

Arsenal er í fimmta sæti eftir leikinn en Wolves því sextánda.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×