Staðan í ESB-viðræðunum Stefán Haukur Jóhannesson og Björg Thorarensen og Þorsteinn Gunnarsson skrifa 27. desember 2011 17:00 Á ríkjaráðstefnu í Brussel hinn 12. desember sl. voru opnaðir fimm samningskaflar í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB). Þetta var þriðja ráðstefnan sem haldin er frá því að efnislegar samningaviðræður hófust í júní í sumar. Á fundinum nú í desember var í fyrsta skipti fjallað um samningskafla sem eru utan EES-samningsins, þ.e.a.s.kaflann um mannréttindi og um framlög aðildarríkja til ESB. Jafnframt lauk viðræðum um þrjá kafla sem eru hluti af EES-samningnum. Alls hafa 11 samningskaflar af þeim 33 sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum um átta þeirra lokið. Vel hefur gengið hingað til en framundan eru þó umfangsmiklir og erfiðir kaflar. Þar ríður á að vanda sem áður til verka og byggja undir okkar nálgun og samningsafstöðu með traustum rökum. Sæstrengur, smáfyrirtæki, borgaraþjónustaEftir því sem viðræðunum vindur fram kemur smám saman í ljós hvað aðildarsamningur – og aðild – getur falið í sér í einstökum málaflokkum. Í samningskaflanum um „Samevrópsk net", sem nær yfir regluverk ESB til að koma á sameiginlegu orku-, fjarskipta- og samgöngukerfi, er til að mynda að finna ákvæði um að tengja beri fjarlæg svæði við Evrópu. Fram hefur komið í viðræðunum að Evrópusambandið lítur svo á að lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu gæti fengist skilgreint sem forgangsverkefni í orkuflutningsáætlun sambandsins og þannig gæti Ísland notið stuðnings við slík áform. Í kaflanum um réttarvörslu og grundvallarréttindi deilir Ísland öllum grunngildum með öðrum Evrópuríkjum svo litlar breytingar verða þar. Þó kemur fram í þessum málaflokki að borgarar aðildarríkja ESB geta leitað til sendiráða hvers annars á fjarlægum slóðum. Þetta myndi þýða að Íslendingar, sem eru í nauðum staddir erlendis þar sem Ísland er ekki með sendiráð, gætu leitað til hvaða sendiráðs ESB sem er til að fá aðstoð s.s. ef vegabréf glatast eða veikindi steðja að. Markmið regluverks ESB um atvinnu- og iðnstefnu er að skapa litlum og meðalstórum fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi sem hvetur til nýsköpunar og stuðlar að hagvexti. Sérstök áhersla er lögð á að hvetja til frumkvöðlastarfsemi og stofnunar nýrra fyrirtækja. Ísland hefur í gegnum EES tekið þátt í og notið góðs af samstarfi ESB-ríkja á þessu sviði og hingað til hafa styrkir til íslenskra aðila verið hærri en framlög Íslands. Um 99% íslenskra fyrirtækja teljast vera smá eða meðalstór. Í umfjöllun um samningskaflann um framlög til ESB hefur komið fram að Ísland muni greiða þó nokkrar fjárhæðir til ESB, komi til aðildar, rétt eins og raunin er innan EES. Að sama skapi fer það eftir elju og útsjónarsemi Íslendinga hversu mikið af framlaginu kemur tilbaka í formi styrkja og stuðnings s.s. í gegnum samstarfsverkefni Evrópuríkja til atvinnuuppbyggingar í dreifbýli. Þar býr Ísland að dýrmætri reynslu m.a. með þátttöku í rannsóknarsamstarfi ESB á grundvelli EES-samningsins þar sem íslenskir vísindamenn hafa náð góðum árangri. Hvað með vandræðin á evrusvæðinu?Ríkjaráðstefnan um aðild Íslands fór fram í beinu framhaldi af leiðtogafundi ESB um aukið aðhald í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Ákvarðanir ESB um að takast á við skulda- og fjármálakreppuna kunna að sönnu að hafa áhrif á framtíðarsamstarfið innan vébanda Evrópusambandsins. Samninganefndin mun fylgjast með þeirri þróun og leggja mat á hana út frá hagsmunum Íslands í yfirstandandi viðræðum en eitt af þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í áliti Alþingis lýtur að því hvernig tryggja megi stöðugleika íslensku krónunnar með þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Rétt er að hafa í huga að staðan á evrusvæðinu og aðgerðir ESB til að takast á við skuldavanda ákveðinna Evrópuríkja tengist ekki aðildarviðræðum Íslands eða stækkun ESB með beinum hætti eins og merkja má af því að Króatía undirritaði aðildarsamning sinn við ESB nú í desember. En þróunin í Evrópu og á evrusvæðinu hefur hins vegar umtalsverða þýðingu fyrir íslenska hagsmuni enda er mikill meirihluti okkar utanríkisviðskipta við aðildarríki ESB. Næstu skrefÍ mars næstkomandi verða fleiri samningskaflar opnaðir og svo aftur í júní í lok dönsku formennskunnar í ESB. Fram undan er að takast á við erfiða kafla í samningaferlinu, þar á meðal um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál. Enginn þarf að óttast að viðræðurnar einkennist af asa eða óðagoti. Þvert á móti ráða gæði starfsins hraðanum og viðræðum mun ekki ljúka fyrr en góður samningur liggur fyrir. Vandað hefur verið til verka í málsmeðferð allri og eiga hagsmunaaðilar og félagasamtök hrós skilið fyrir virka þátttöku í ferlinu. Alþingi er í lykilhlutverki en utanríkismálanefnd fær allar upplýsingar og fylgist á virkan hátt með hverju skrefi. Nánari útskýringar á innihaldi samningskafla í aðildarviðræðunum við ESB er að finna á esb.utn.is. Þar eru einnig samningsafstöður Íslands, önnur gögn og nánari upplýsingar um viðræðuferlið. Við hvetjum alla til að heimsækja þá síðu og kynna sér málið. Einnig skal bent á vandaða heimasíðu vísindavefs Háskóla Íslands á slóðinni evropuvefur.is þar sem er að finna ýmsar spurningar og svör um Evrópumálin og viðræðuferlið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á ríkjaráðstefnu í Brussel hinn 12. desember sl. voru opnaðir fimm samningskaflar í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB). Þetta var þriðja ráðstefnan sem haldin er frá því að efnislegar samningaviðræður hófust í júní í sumar. Á fundinum nú í desember var í fyrsta skipti fjallað um samningskafla sem eru utan EES-samningsins, þ.e.a.s.kaflann um mannréttindi og um framlög aðildarríkja til ESB. Jafnframt lauk viðræðum um þrjá kafla sem eru hluti af EES-samningnum. Alls hafa 11 samningskaflar af þeim 33 sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum um átta þeirra lokið. Vel hefur gengið hingað til en framundan eru þó umfangsmiklir og erfiðir kaflar. Þar ríður á að vanda sem áður til verka og byggja undir okkar nálgun og samningsafstöðu með traustum rökum. Sæstrengur, smáfyrirtæki, borgaraþjónustaEftir því sem viðræðunum vindur fram kemur smám saman í ljós hvað aðildarsamningur – og aðild – getur falið í sér í einstökum málaflokkum. Í samningskaflanum um „Samevrópsk net", sem nær yfir regluverk ESB til að koma á sameiginlegu orku-, fjarskipta- og samgöngukerfi, er til að mynda að finna ákvæði um að tengja beri fjarlæg svæði við Evrópu. Fram hefur komið í viðræðunum að Evrópusambandið lítur svo á að lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu gæti fengist skilgreint sem forgangsverkefni í orkuflutningsáætlun sambandsins og þannig gæti Ísland notið stuðnings við slík áform. Í kaflanum um réttarvörslu og grundvallarréttindi deilir Ísland öllum grunngildum með öðrum Evrópuríkjum svo litlar breytingar verða þar. Þó kemur fram í þessum málaflokki að borgarar aðildarríkja ESB geta leitað til sendiráða hvers annars á fjarlægum slóðum. Þetta myndi þýða að Íslendingar, sem eru í nauðum staddir erlendis þar sem Ísland er ekki með sendiráð, gætu leitað til hvaða sendiráðs ESB sem er til að fá aðstoð s.s. ef vegabréf glatast eða veikindi steðja að. Markmið regluverks ESB um atvinnu- og iðnstefnu er að skapa litlum og meðalstórum fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi sem hvetur til nýsköpunar og stuðlar að hagvexti. Sérstök áhersla er lögð á að hvetja til frumkvöðlastarfsemi og stofnunar nýrra fyrirtækja. Ísland hefur í gegnum EES tekið þátt í og notið góðs af samstarfi ESB-ríkja á þessu sviði og hingað til hafa styrkir til íslenskra aðila verið hærri en framlög Íslands. Um 99% íslenskra fyrirtækja teljast vera smá eða meðalstór. Í umfjöllun um samningskaflann um framlög til ESB hefur komið fram að Ísland muni greiða þó nokkrar fjárhæðir til ESB, komi til aðildar, rétt eins og raunin er innan EES. Að sama skapi fer það eftir elju og útsjónarsemi Íslendinga hversu mikið af framlaginu kemur tilbaka í formi styrkja og stuðnings s.s. í gegnum samstarfsverkefni Evrópuríkja til atvinnuuppbyggingar í dreifbýli. Þar býr Ísland að dýrmætri reynslu m.a. með þátttöku í rannsóknarsamstarfi ESB á grundvelli EES-samningsins þar sem íslenskir vísindamenn hafa náð góðum árangri. Hvað með vandræðin á evrusvæðinu?Ríkjaráðstefnan um aðild Íslands fór fram í beinu framhaldi af leiðtogafundi ESB um aukið aðhald í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Ákvarðanir ESB um að takast á við skulda- og fjármálakreppuna kunna að sönnu að hafa áhrif á framtíðarsamstarfið innan vébanda Evrópusambandsins. Samninganefndin mun fylgjast með þeirri þróun og leggja mat á hana út frá hagsmunum Íslands í yfirstandandi viðræðum en eitt af þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í áliti Alþingis lýtur að því hvernig tryggja megi stöðugleika íslensku krónunnar með þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Rétt er að hafa í huga að staðan á evrusvæðinu og aðgerðir ESB til að takast á við skuldavanda ákveðinna Evrópuríkja tengist ekki aðildarviðræðum Íslands eða stækkun ESB með beinum hætti eins og merkja má af því að Króatía undirritaði aðildarsamning sinn við ESB nú í desember. En þróunin í Evrópu og á evrusvæðinu hefur hins vegar umtalsverða þýðingu fyrir íslenska hagsmuni enda er mikill meirihluti okkar utanríkisviðskipta við aðildarríki ESB. Næstu skrefÍ mars næstkomandi verða fleiri samningskaflar opnaðir og svo aftur í júní í lok dönsku formennskunnar í ESB. Fram undan er að takast á við erfiða kafla í samningaferlinu, þar á meðal um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál. Enginn þarf að óttast að viðræðurnar einkennist af asa eða óðagoti. Þvert á móti ráða gæði starfsins hraðanum og viðræðum mun ekki ljúka fyrr en góður samningur liggur fyrir. Vandað hefur verið til verka í málsmeðferð allri og eiga hagsmunaaðilar og félagasamtök hrós skilið fyrir virka þátttöku í ferlinu. Alþingi er í lykilhlutverki en utanríkismálanefnd fær allar upplýsingar og fylgist á virkan hátt með hverju skrefi. Nánari útskýringar á innihaldi samningskafla í aðildarviðræðunum við ESB er að finna á esb.utn.is. Þar eru einnig samningsafstöður Íslands, önnur gögn og nánari upplýsingar um viðræðuferlið. Við hvetjum alla til að heimsækja þá síðu og kynna sér málið. Einnig skal bent á vandaða heimasíðu vísindavefs Háskóla Íslands á slóðinni evropuvefur.is þar sem er að finna ýmsar spurningar og svör um Evrópumálin og viðræðuferlið.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun