Mannréttindi fyrir alla? Anna Lára Steindal skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast jarðvegur fyrir aukna fordóma og togstreitu í garð innflytjenda. Einnig kennir reynslan að veruleg hætta er á því að þeir hópar sem einhverra hluta vegna eru berskjaldaðir fari verr út úr efnahagskreppu en aðrir hópar í samfélaginu. Blikur eru á lofti um að þetta sé einmitt raunin í íslenskum veruleika. Það er staðreynd sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag og mikilvægt er að bregðast við fljótt svo tryggja megi mannréttindi og virðingu allra sem samfélag okkar byggja. Það getur verið gagnlegt að skoða tölur og aðstæður í einu meðalstóru sveitarfélagi þar sem tiltölulega auðvelt er að hafa yfirsýn til þess að glöggva sig á stöðu mála. Atvinnuleysi útbreiddara meðal innflytjendaÁ Akranesi búa nú 389 íbúar af erlendum uppruna, 6% af íbúafjölda bæjarins. Þar á meðal eru 56 börn á leik- og grunnskólalaldri og hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað mikið undanfarin þrjú til fjögur ár. Þegar þetta er ritað eru 255 manns á Akranesi án atvinnu, þar af 43 innflytjendur. 26 konur og 17 karlar, sem eru tæp 17% einstaklinga án atvinnu í bænum á meðan atvinnuleysi mælist í heildina um 8%. Undanfarin tvö ár hafa félagsþjónustan á Akranesi og Rauði krossinn á Akranesi orðið vör við vaxandi vanda innflytjendafjölskyldna. Fátækt og atvinnuleysi er útbreiddara meðal innflytjenda en innfæddra og þvert á það sem margir áttu von á hefur innflytjendum ekki fækkað að neinu marki síðan kreppan skall á. Hér hefur erlent launafólk unnið sér inn réttindi og þegar litið er til þess að atvinnuástand í heimalandinu er oft mjög slæmt er eðlilegt að fólk ákveði að dvelja áfram á Íslandi og nýta sér áunnin réttindi. Við þetta bætist svo að margir innflytjendur eru hér í eignarfjötrum og komast hvergi þótt þeir vildu vegna þess að þeir eiga hér eignir sem ekki hefur tekist að selja. SkuggaskýrslaÁ Akranesi hefur fjöldi innflytjenda nánast haldist óbreyttur en samsetning hópsins hefur breyst, einhleypir verkamenn hafa í nokkrum mæli leitað á önnur mið en fjölskyldumenn sem áður sáu fyrir fjölskyldum sínum í heimalandinu hafa nú fengið konur sínar og börn til Íslands. Það er reynsla þeirra sem sinna fjölskyldum á Akranesi, s.s. félagsráðgjafa og skólastjórnenda, að vísbendingar séu á lofti um að rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af aðstæðum hluta þessara barna. Skuggaskýrsla sem Barnaheill, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF kynntu fyrir nokkum vikum renna enn styrkari stoðum undir þetta og sama gildir um skýrslu Rauða kross Íslands, Hvar þrengir að? sem kynnt var á vormánuðum 2010. Þá er brottfall nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsnámi áhyggjuefni, en af 21 nemanda sem hófu nám á haustönn 2010 í Fjölbrautaskóla Vesturlands hættu 6 námi áður en haustönn lauk og einn hefur hætt námi á vorönn. Brottfall nemenda af erlendum uppruna á síðasta námsári var því ríflega 30%, sem hlýtur að teljast óásættanlegt, ekki síst þegar litið er til þess að það sem tekur við nemendum sem hætta námi er atvinnuleysi. Einnig eru vísbendingar á lofti um að hluti þeirra kvenna af erlendum uppruna sem eru án atvinnu og án tengslanets búi við mjög bágar aðstæður, fátækt, einsemd og einangrun og skerta möguleika til þess að bæta aðstæður sínar. Með Rauða krossinum á Akranesi starfa ríflega eitt hundrað sjálfboðaliðar af erlendum uppruna að fjölbreyttum verkefnum. Þeir hafa margir deilt með okkur þeirri upplifun sinni að aðgengi að þjónustu og upplýsingum hafi minnkað og lífsbaráttan í þessu annars góða landi harðnað verulega fyrir fólk af erlendum uppruna. Forsenda þess að njóta þeirra mannréttinda sem íbúum á Íslandi eru tryggð í mannréttindasáttmálum og stjórnarskrá er að tryggja gott aðgengi að upplýsingum og þjónustu og að stjórnvöld geri sitt ítrasta til þess að jafnrétti sé ástundað í reynd. Því er þessi þróun verulegt áhyggjuefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast jarðvegur fyrir aukna fordóma og togstreitu í garð innflytjenda. Einnig kennir reynslan að veruleg hætta er á því að þeir hópar sem einhverra hluta vegna eru berskjaldaðir fari verr út úr efnahagskreppu en aðrir hópar í samfélaginu. Blikur eru á lofti um að þetta sé einmitt raunin í íslenskum veruleika. Það er staðreynd sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag og mikilvægt er að bregðast við fljótt svo tryggja megi mannréttindi og virðingu allra sem samfélag okkar byggja. Það getur verið gagnlegt að skoða tölur og aðstæður í einu meðalstóru sveitarfélagi þar sem tiltölulega auðvelt er að hafa yfirsýn til þess að glöggva sig á stöðu mála. Atvinnuleysi útbreiddara meðal innflytjendaÁ Akranesi búa nú 389 íbúar af erlendum uppruna, 6% af íbúafjölda bæjarins. Þar á meðal eru 56 börn á leik- og grunnskólalaldri og hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað mikið undanfarin þrjú til fjögur ár. Þegar þetta er ritað eru 255 manns á Akranesi án atvinnu, þar af 43 innflytjendur. 26 konur og 17 karlar, sem eru tæp 17% einstaklinga án atvinnu í bænum á meðan atvinnuleysi mælist í heildina um 8%. Undanfarin tvö ár hafa félagsþjónustan á Akranesi og Rauði krossinn á Akranesi orðið vör við vaxandi vanda innflytjendafjölskyldna. Fátækt og atvinnuleysi er útbreiddara meðal innflytjenda en innfæddra og þvert á það sem margir áttu von á hefur innflytjendum ekki fækkað að neinu marki síðan kreppan skall á. Hér hefur erlent launafólk unnið sér inn réttindi og þegar litið er til þess að atvinnuástand í heimalandinu er oft mjög slæmt er eðlilegt að fólk ákveði að dvelja áfram á Íslandi og nýta sér áunnin réttindi. Við þetta bætist svo að margir innflytjendur eru hér í eignarfjötrum og komast hvergi þótt þeir vildu vegna þess að þeir eiga hér eignir sem ekki hefur tekist að selja. SkuggaskýrslaÁ Akranesi hefur fjöldi innflytjenda nánast haldist óbreyttur en samsetning hópsins hefur breyst, einhleypir verkamenn hafa í nokkrum mæli leitað á önnur mið en fjölskyldumenn sem áður sáu fyrir fjölskyldum sínum í heimalandinu hafa nú fengið konur sínar og börn til Íslands. Það er reynsla þeirra sem sinna fjölskyldum á Akranesi, s.s. félagsráðgjafa og skólastjórnenda, að vísbendingar séu á lofti um að rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af aðstæðum hluta þessara barna. Skuggaskýrsla sem Barnaheill, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF kynntu fyrir nokkum vikum renna enn styrkari stoðum undir þetta og sama gildir um skýrslu Rauða kross Íslands, Hvar þrengir að? sem kynnt var á vormánuðum 2010. Þá er brottfall nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsnámi áhyggjuefni, en af 21 nemanda sem hófu nám á haustönn 2010 í Fjölbrautaskóla Vesturlands hættu 6 námi áður en haustönn lauk og einn hefur hætt námi á vorönn. Brottfall nemenda af erlendum uppruna á síðasta námsári var því ríflega 30%, sem hlýtur að teljast óásættanlegt, ekki síst þegar litið er til þess að það sem tekur við nemendum sem hætta námi er atvinnuleysi. Einnig eru vísbendingar á lofti um að hluti þeirra kvenna af erlendum uppruna sem eru án atvinnu og án tengslanets búi við mjög bágar aðstæður, fátækt, einsemd og einangrun og skerta möguleika til þess að bæta aðstæður sínar. Með Rauða krossinum á Akranesi starfa ríflega eitt hundrað sjálfboðaliðar af erlendum uppruna að fjölbreyttum verkefnum. Þeir hafa margir deilt með okkur þeirri upplifun sinni að aðgengi að þjónustu og upplýsingum hafi minnkað og lífsbaráttan í þessu annars góða landi harðnað verulega fyrir fólk af erlendum uppruna. Forsenda þess að njóta þeirra mannréttinda sem íbúum á Íslandi eru tryggð í mannréttindasáttmálum og stjórnarskrá er að tryggja gott aðgengi að upplýsingum og þjónustu og að stjórnvöld geri sitt ítrasta til þess að jafnrétti sé ástundað í reynd. Því er þessi þróun verulegt áhyggjuefni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun