Styðjum kennara við að breyta Jón Þór Ólafsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Einn mest verðlaunaði kennari Bandaríkjanna, John Taylor Gatto, útskýrði í ræðunni „Sjö lexíu skólakennarinn“ hvaða lexíur þetta rótgróna prússneska skipulag kenndi nemendum í raun og veru. Ræðuna flutti hann þegar hann tók við verðlaunum sem besti kennari ársins í New York-fylki. Verðlaunin og árangur nemenda sinna tileinkaði hann mótaðgerðum sem hann beitti til að forða nemendum sínum að nokkru leyti frá skaðsemi kerfisins. Hann hóf ræðuna á þessum orðum: „Ykkur er frjálst að líta á þessar lexíur eins og ykkur sýnist, en trúið mér þegar ég segi að þessari kynningu er ekki ætlað að vera kaldhæðnisleg. Þetta er það sem ég kenni, þetta er það sem þið borgið mér fyrir að kenna. Dragið ykkar eigin lærdóm af því.“ „Fyrsta lexían sem ég kenni er ringulreið. Jafnvel í bestu skólunum leiðir ítarleg athugun á námsskrá í ljós bæði skort á samhengi og fjölda innri mótsagna. Tilgangur, en ekki samhengislausar staðreyndir, er það sem geðheilar manneskjur leita að.“ „Önnur lexían sem ég kenni er bekkjaflokkun. Mitt hlutverk er að fá nemendur til að láta sér vel líka að vera lokuð inni með öðrum börnum eða að minnsta kosti láta það yfir sig ganga. Lexía bekkjaflokkunar er sú að allir eiga heima á sínum stað í valdapýramídanum.“ „Þriðja lexían sem ég kenni er áhugaleysi. Ég geri þetta með því að krefjast þess að börnin sökkvi sér niður í lexíurnar mínar en þegar bjallan hringir krefst ég þess að þau hætti undir eins. Þau verða að slökkva og kveikja á sér eins og ljósrofa. Út- og innhringingar bólusetja hvert viðfangsefni fyrir áhuga.“ „Fjórða lexían sem ég kenni er tilfinningalegt ósjálfstæði. Með stjörnum og fýlukörlum, verðlaunum, hrósi og skömmum, kenni ég börnum að láta vilja sinn af hendi til yfirvaldsins. Hvaða yfirvald sem er má úthluta eða svipta börnin réttindum, og það án áfrýjunar, af því að réttindi eru ekki sjálfgefin í skólum, ekki einu sinni tjáningarfrelsi.“ „Fimmta lexían sem ég kenni er vitsmunalegt ósjálfstæði. „Góðu“ börnin hugsa það sem ég set þeim fyrir með lágmarks mótþróa og sýna viðeigandi áhuga. Sem betur fer eru til margreyndar aðferðir til að brjóta vilja þeirra sem streitast á móti. Gott fólk bíður eftir sérfræðingum til að segja sér hvað skal gera. Þetta er mikilvægasta lexían sem ég kenni.“ „Sjötta lexían sem ég kenni er skammtað sjálfsálit. Ég kenni að sjálfsvirðing krakka skuli vera háð áliti sérfræðinga. Lexía prófa og einkunna er að börn skuli ekki treysta sjálfum sér eða foreldrum sínum, í staðinn skulu þau setja traust sitt á mat löggiltra sérfræðinga. Fólk verður að heyra það frá öðrum hvers virði það er.“ „Sjöunda lexían sem ég kenni er að maður getur sig hvergi falið. Tilgangur stöðugs eftirlits og að meina börnum tíma með sjálfum sér er sá að kenna að engum sé hægt að treysta, að einkalíf sé ekki réttlætanlegt. Fylgjast verður grannt með börnum ef þú vilt hafa samfélag undir þröngskorðaðri miðstýringu.“ Það eru til mörg skipulög á námi barna og unglinga sem gera kennurum og nemendum auðveldara og ánægjulegra að öðlast menntun og þroska. Hættum að berja á kennurum og sameinumst um að breyta kerfinu. Styðjum kennara sem skilja og vilja innleiða betra skipulag í skólum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Einn mest verðlaunaði kennari Bandaríkjanna, John Taylor Gatto, útskýrði í ræðunni „Sjö lexíu skólakennarinn“ hvaða lexíur þetta rótgróna prússneska skipulag kenndi nemendum í raun og veru. Ræðuna flutti hann þegar hann tók við verðlaunum sem besti kennari ársins í New York-fylki. Verðlaunin og árangur nemenda sinna tileinkaði hann mótaðgerðum sem hann beitti til að forða nemendum sínum að nokkru leyti frá skaðsemi kerfisins. Hann hóf ræðuna á þessum orðum: „Ykkur er frjálst að líta á þessar lexíur eins og ykkur sýnist, en trúið mér þegar ég segi að þessari kynningu er ekki ætlað að vera kaldhæðnisleg. Þetta er það sem ég kenni, þetta er það sem þið borgið mér fyrir að kenna. Dragið ykkar eigin lærdóm af því.“ „Fyrsta lexían sem ég kenni er ringulreið. Jafnvel í bestu skólunum leiðir ítarleg athugun á námsskrá í ljós bæði skort á samhengi og fjölda innri mótsagna. Tilgangur, en ekki samhengislausar staðreyndir, er það sem geðheilar manneskjur leita að.“ „Önnur lexían sem ég kenni er bekkjaflokkun. Mitt hlutverk er að fá nemendur til að láta sér vel líka að vera lokuð inni með öðrum börnum eða að minnsta kosti láta það yfir sig ganga. Lexía bekkjaflokkunar er sú að allir eiga heima á sínum stað í valdapýramídanum.“ „Þriðja lexían sem ég kenni er áhugaleysi. Ég geri þetta með því að krefjast þess að börnin sökkvi sér niður í lexíurnar mínar en þegar bjallan hringir krefst ég þess að þau hætti undir eins. Þau verða að slökkva og kveikja á sér eins og ljósrofa. Út- og innhringingar bólusetja hvert viðfangsefni fyrir áhuga.“ „Fjórða lexían sem ég kenni er tilfinningalegt ósjálfstæði. Með stjörnum og fýlukörlum, verðlaunum, hrósi og skömmum, kenni ég börnum að láta vilja sinn af hendi til yfirvaldsins. Hvaða yfirvald sem er má úthluta eða svipta börnin réttindum, og það án áfrýjunar, af því að réttindi eru ekki sjálfgefin í skólum, ekki einu sinni tjáningarfrelsi.“ „Fimmta lexían sem ég kenni er vitsmunalegt ósjálfstæði. „Góðu“ börnin hugsa það sem ég set þeim fyrir með lágmarks mótþróa og sýna viðeigandi áhuga. Sem betur fer eru til margreyndar aðferðir til að brjóta vilja þeirra sem streitast á móti. Gott fólk bíður eftir sérfræðingum til að segja sér hvað skal gera. Þetta er mikilvægasta lexían sem ég kenni.“ „Sjötta lexían sem ég kenni er skammtað sjálfsálit. Ég kenni að sjálfsvirðing krakka skuli vera háð áliti sérfræðinga. Lexía prófa og einkunna er að börn skuli ekki treysta sjálfum sér eða foreldrum sínum, í staðinn skulu þau setja traust sitt á mat löggiltra sérfræðinga. Fólk verður að heyra það frá öðrum hvers virði það er.“ „Sjöunda lexían sem ég kenni er að maður getur sig hvergi falið. Tilgangur stöðugs eftirlits og að meina börnum tíma með sjálfum sér er sá að kenna að engum sé hægt að treysta, að einkalíf sé ekki réttlætanlegt. Fylgjast verður grannt með börnum ef þú vilt hafa samfélag undir þröngskorðaðri miðstýringu.“ Það eru til mörg skipulög á námi barna og unglinga sem gera kennurum og nemendum auðveldara og ánægjulegra að öðlast menntun og þroska. Hættum að berja á kennurum og sameinumst um að breyta kerfinu. Styðjum kennara sem skilja og vilja innleiða betra skipulag í skólum landsins.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar