Innlent

Enginn gosórói sjáanlegur

Mynd/HAG.
Veðurstofan segir að enginn gosórói sé sjáanlegur syðst í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli en jarðskjálfti upp á 3,2 á Richter varð um klukkan 9:50 þar í morgun. Annar skjálfti upp á 2,5 á Richter mældist á sömu slóðum um klukkan 10:18.

Skjálftar af þessari stærð eru nokkuð algengir en vegna þess hver sunnarlega varð fannst hann greinilega í Vík og nágrenni. Íbúar á svæðinu höfðum samband við fréttastofu í morgun og greindu frá því að þeir hefðu fundið fyrir skjálftanum.

Jarðvísindamenn fylgjast grannt með stöðu mála.


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti í Kötlu fannst greinilega í Vík

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð nú rétt fyrir klukkan 10 í morgun syðst í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli. Skjálftar af þessari stærð eru nokkuð algengir en vegna þess hve sunnarlega hann varð, fannst hann greinilega í Vík og nágrenni. Íbúar á svæðnu höfðu samband við fréttastofu í morgun og sögðu frá skjálftanum. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að klukkan 10:20 hafi ekki fleiri skjálftar mælst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×