Sport

Boxarinn heimsfrægi Joe Frazier er látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Frazier.
Joe Frazier. Mynd/Nordic Photos/Getty
Joe Frazier, heimsmeistari í þungavigt boxsins á árunum 1970 til 1973, lést í gær eftir stutta baráttu við krabbamein. Frazier greindist með krabbamein í lifur fyrir aðeins nokkrum vikum og lá inn á sjúkrahúsi í Philadelphiu þegar hann lést.

Frazier var 67 ára gamll en hann var sá fyrsti til að vinna Muhammad Ali þegar hann gerði það árið 1971. Muhammad Ali hefndi fyrir það með því að vinna næstu tvo bardaga þeirra. Frægasti bardagi þeirra félaga fór fram í Manilla á Fillipseyjum árið 1975 en hann var kallaður "Thrilla in Manila"

Frazier hélt heimsmeistaratitlinum í þungavigt frá 1970 til 1973 en hann hafði orðið Ólympíumeistari í Tókýó árið 1964. Frazier missti heimsmeistaratitilinn þegar hann tapað fyrir George Foreman.

„Heimurinn hefur misst mikinn meistara. Ég mun alltaf minnast Joe af virðingu og aðdáun," lét hinn 69 ára gamli Muhammad Ali hafa eftir sér.

Joe Frazier lagði boxhanskana á hilluna eftir tap fyrir George Foreman árið 1976. Frazier reyndi síðan að koma til baka fimm árum seinna en mistókst og hætti þá endanlega.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×