Lögreglumenn fundu endurmarkað lamb 8. nóvember 2011 07:30 Sauðfé Bændur treysta sér sjaldan til að kæra sauðaþjófnað.Fréttablaðið/Gva Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú meintan þjófnað á hrútlambi í Skorradal fyrr í haust. Í síðustu viku barst tilkynning um að lambið væri mögulega að finna í girðingu rétt utan við Akranes. „Það var nýbúið að endurmarka lambið. Fróðir menn töldu sig þekkja gamla markið þar undir og lambinu hefur verið skilað til þess sem tilkynnti um málið í upphafi," segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Borgarnesi. Hann segir eiganda fjárins í girðingunni sem er frístundabóndi ekki hafa gefið haldbærar skýringar á því hvernig lambið komst til hans. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir að á undanförnum árum hafi verið upplýst um fáeina sauðaþjófnaði auk þess sem grunsemdir hafi vaknað um sauðaþjófnaði vegna lélegra heimta á haustin. „Ég man hins vegar ekki eftir máli sem hefur endað með dómi jafnvel þótt það hafi verið upplýst. Sammerkt með þessum málum er að menn hafa ekki treyst sér til þess að kæra þar sem um nágranna hefur verið að ræða. En það eru dæmi um að menn hafi náð sáttum um bætur." Það er mat Ólafs að taka eigi hart á sauðaþjófnaði. „Öll afskipti af búfé og dýrum varða við dýravelferð. Ef mál verða kærð á lögregla að taka þau alvarlega. Skýrslutaka lögreglu verður að vera vönduð þannig að skýrsla haldi vatni."- ibs Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú meintan þjófnað á hrútlambi í Skorradal fyrr í haust. Í síðustu viku barst tilkynning um að lambið væri mögulega að finna í girðingu rétt utan við Akranes. „Það var nýbúið að endurmarka lambið. Fróðir menn töldu sig þekkja gamla markið þar undir og lambinu hefur verið skilað til þess sem tilkynnti um málið í upphafi," segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Borgarnesi. Hann segir eiganda fjárins í girðingunni sem er frístundabóndi ekki hafa gefið haldbærar skýringar á því hvernig lambið komst til hans. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir að á undanförnum árum hafi verið upplýst um fáeina sauðaþjófnaði auk þess sem grunsemdir hafi vaknað um sauðaþjófnaði vegna lélegra heimta á haustin. „Ég man hins vegar ekki eftir máli sem hefur endað með dómi jafnvel þótt það hafi verið upplýst. Sammerkt með þessum málum er að menn hafa ekki treyst sér til þess að kæra þar sem um nágranna hefur verið að ræða. En það eru dæmi um að menn hafi náð sáttum um bætur." Það er mat Ólafs að taka eigi hart á sauðaþjófnaði. „Öll afskipti af búfé og dýrum varða við dýravelferð. Ef mál verða kærð á lögregla að taka þau alvarlega. Skýrslutaka lögreglu verður að vera vönduð þannig að skýrsla haldi vatni."- ibs
Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira