Erlent

Bakveik á bótum bar hundruð bjórdósa

Kona sem var á bótum vegna bakveiki bar sjálf hundruð bjórdósa úr farangursgeymslu rútu sem hún hafði ferðast með ásamt öðrum bótaþegum til þess að kaupa ódýrt áfengi í Þýskalandi. Þetta gerði konan fyrir framan tollverði og starfsmenn sænsku sjúkratrygginganna sem tóku þátt í skoðun tollsins í Helsingborg í tvo daga í októberlok.

Auk konunnar voru sex aðrir farþegar á bótum vegna veikinda og atvinnuleysis. Áfengið sem þeir fluttu til Svíþjóðar vó 3.000 kg. Af 94 sem skoðaðir voru þessa tvo daga voru 43 á einhvers konar bótum frá sjúkratryggingum.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×