Verum vinir Eðvald Einar Stefánsson skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus tími. Það eru þó allt of margir sem upplifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar hafa verið ötulir við að segja frá tilvikum þar sem einelti hefur varanleg áhrif á framtíð þeirra barna sem fyrir því verða. Eftir að hafa fengið ábendingar frá börnum og unglingum um að einelti sé þungt og fráhrindandi hugtak hefur umboðsmaður barna ákveðið að nálgast þetta vandamál með því að leggja áherslu á vináttu og samkennd. Einelti getur bæði verið orsök og afleiðing ýmissa vandamála en með því að bæta brag skólans sem og samfélagsins í heild og leggja áherslu á vináttu og kærleika fyrir náunganum er hægt að vinna gegn einelti og vinaleysi og bæta líðan almennt. Undanfarnar vikur og mánuði hefur umboðsmaður barna farið í grunnskóla landsins og vakið athygli á mikilvægi vináttu og samkenndar. Virðing fyrir mannhelgi og samlíðan eru hlutir sem allir ættu að tileinka sér. Ábyrgð foreldra skiptir vissulega miklu máli þegar kemur að því að kenna börnum þessar dyggðir en það er einnig mikilvægt að samfélagið í heild sinni leggi sitt af mörkum til að þjálfa jákvæð samskipti og að fullorðnir veri börnum góðar fyrirmyndir. Það er einnig mikilvægt að brýna fyrir börnum að þau gæti þess að taka ekki þátt í því að koma illa fram við aðra og að þau láti vita þegar eitthvað er gert eða sagt sem skaðar eða særir einhvern. Það er auðvitað aldrei hægt að gera þá kröfu um að allir verði bestu vinir en bara það eitt að geta sýnt það að við berum virðingu fyrir hvert öðru getur haft mikil áhrif. Að heilsa einhverjum sem er oft einn getur verið nóg til að bjarga deginum fyrir viðkomandi. Með því að koma fram við aðra af virðingu og samkennd og umfram allt að tala ekki niðrandi um annað fólk verðum við að betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar. Þannig getum við stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus tími. Það eru þó allt of margir sem upplifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar hafa verið ötulir við að segja frá tilvikum þar sem einelti hefur varanleg áhrif á framtíð þeirra barna sem fyrir því verða. Eftir að hafa fengið ábendingar frá börnum og unglingum um að einelti sé þungt og fráhrindandi hugtak hefur umboðsmaður barna ákveðið að nálgast þetta vandamál með því að leggja áherslu á vináttu og samkennd. Einelti getur bæði verið orsök og afleiðing ýmissa vandamála en með því að bæta brag skólans sem og samfélagsins í heild og leggja áherslu á vináttu og kærleika fyrir náunganum er hægt að vinna gegn einelti og vinaleysi og bæta líðan almennt. Undanfarnar vikur og mánuði hefur umboðsmaður barna farið í grunnskóla landsins og vakið athygli á mikilvægi vináttu og samkenndar. Virðing fyrir mannhelgi og samlíðan eru hlutir sem allir ættu að tileinka sér. Ábyrgð foreldra skiptir vissulega miklu máli þegar kemur að því að kenna börnum þessar dyggðir en það er einnig mikilvægt að samfélagið í heild sinni leggi sitt af mörkum til að þjálfa jákvæð samskipti og að fullorðnir veri börnum góðar fyrirmyndir. Það er einnig mikilvægt að brýna fyrir börnum að þau gæti þess að taka ekki þátt í því að koma illa fram við aðra og að þau láti vita þegar eitthvað er gert eða sagt sem skaðar eða særir einhvern. Það er auðvitað aldrei hægt að gera þá kröfu um að allir verði bestu vinir en bara það eitt að geta sýnt það að við berum virðingu fyrir hvert öðru getur haft mikil áhrif. Að heilsa einhverjum sem er oft einn getur verið nóg til að bjarga deginum fyrir viðkomandi. Með því að koma fram við aðra af virðingu og samkennd og umfram allt að tala ekki niðrandi um annað fólk verðum við að betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar. Þannig getum við stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun