Innlent

Jón Bjarnason hlýtur að vera sáttur við ESB-ferlið

Boði Logason skrifar
„Það er mjög djúp málefnaleg stjórnmálakreppa í landinu og hefur verið í langan tíma, ég sé ekki merki þess að hún sé að hverfa,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands í Íslandi í dag í kvöld.

Í viðtalinu fór Þorsteinn yfir stöðu ríkisstjórnarinnar eftir tíðindi dagsins, en Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason, sögðu sig úr þingflokki Vinstri grænna í morgun.

Hann sagðist gera ráð fyrir því að Jón Bjarnason væri sáttur við þann feril sem Evrópusambandsmálið er í.

„Ég tók eftir því að þau [Atli og Lilja innsk.blm.] nefndu að skjöl sem voru lögð fram í Brussel, vegna landbúnaðarviðræðna við Evrópusambandið, væri ein af megin ástæðum þess að þau fóru. Landbúnaðarráðherra hefur ekki séð ástæðu til að fara af þeim sökum, með gagnaályktun hlýtur maður að reikna með því að hann sé þá sáttur við þann feril sem Evrópusambandsmálið er í, þannig sé það öruggura og meiri festa á bakvið það en verið hefur,“ sagði Þorsteinn.

Hægt er að horfa á viðtalið við Þorstein hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×