Innlent

Synjað um dvalarleyfi vegna málamyndahjúskapar

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Víetnamskri konu hefur verið synjað um dvalarleyfi vegna málamyndahjúskapar en konan stefndi íslenska ríkinu og Útlendingastofnun fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna málsins.

Héraðsdómur sýknaði hinsvegar ríkið og Útlendingastofnun af kröfu konunnar um að ógilda ákvörðunina, þar sem það þótti ljóst að hún hefði stofnað til málamyndahjónabands hér á landi.

Konan var gift karlmanni, sem var 32 árum eldri en hún. Þau deildu ekki svefnherbergi auk þess sem þau gátu ekki talað saman vegna tungumálaörðugleika, þurfti því dóttir konunnar og aðrir í kring, að þýða samskipti þeirra.

Héraðsdómur taldi grun Útlendingastofnunnar, um að málamyndahjúskap væri að ræða, væri byggður á nægilega traustum grunni og byggði sýknudóminn á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×