Innlent

Þingflokkur VG: Úrsögnin vonbrigði

Steingrímur J Sigfússon er formaður Vinstri grænna. Fréttastofa hefur ekki náð tali af honum í dag
Steingrímur J Sigfússon er formaður Vinstri grænna. Fréttastofa hefur ekki náð tali af honum í dag
„Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir vonbrigðum með að þingmennirnir Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafi ákveðið að segja skilið við þingflokkinn.  Þingflokkurinn þakkar þeim samstarfið og óskar þeim velfarnaðar.  Í tengslum við ákvörðun þeirra hefur þingflokkurinn gengið frá breytingum á skipan í þingnefndir.“

Þetta segir í yfirlýsingu sem afgreidd var á fundi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem nú stendur yfir.

 

„Það er von þingmanna Vinstri grænna að þrátt fyrir ákvörðun Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur um að yfirgefa þingflokkinn styðji þau áfram ríkisstjórnina og uppbyggingu landsins úr rústum nýfrjálshyggju- og einkavæðingarstefnunnar.

Þingflokkurinn mun halda starfi sínu ótrauður áfram og þátttöku í ríkisstjórninni sem hefur náð miklum árangri nú þegar við erfiðar aðstæður við að endurreisa efnahag landsins. Þingmenn VG munu hér eftir sem hingað til vinna í anda stefnu flokksins, samþykkta landsfunda og flokksráðsfunda,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×