Viðskipti erlent

Buffett sér mikil tækifæri á japanska hlutabréfamarkaðinum

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett sér nú mikil tækifæri á japanska hlutabréfamarkaðinum sem tekið hefur mikla dýfu síðan að náttúruhamfarirnar skullu á landinu fyrir rúmlega viku síðan.

Frá þeim tíma hefur Nikkei vísitalan fallið um 10%. Í nótt fóru hlutabréf að hækkað að nýju á markaðinum í Tókýó. Það skýrist meðal annars af fréttum um að töluvert hafi dregið úr áhættu af geislavirkni frá Fukushima kjarnorkuverinu. Það hjálpar líka að aðgerðir G7 ríkjanna til að veikja gengi jensins hafa gengið vel.

Warren Buffett segir að hann muni kaupa á markaðinum í Japan sem og í Suður Kóreu.

Þess má og geta að matsfyrirtækið Moody´s hefur sent frá sér álit þar sem fram kemur að Japan búi yfir nægilegum fjárhagslegum styrk til að takast á við afleiðingar jarðskjálftan og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×