Afturkippur í jafnrétti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2011 06:00 Staðan er þessi: um 540 opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp, þar af voru 470 konur en 70 karlar, fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið stórlega lækkaðar, börn komast seinna inn á leikskóla og launamunur kynjanna hefur lítið minnkað. Svona er nú jafnvægið hér á Íslandi rúmum tveimur árum eftir efnahagshrunið. Eflaust má finna á þessu margar skýringar, en þær bæta ekki ástandið. Eftir situr að menn sofnuðu á verðinum. Sjónarmiðin um að jafnréttiskrafan ætti ekki rétt á sér í kreppu, urðu ofan á. Illu heilli. Mistök ráðamanna ættu að vera hverjum manni augljós. Stefna vinstri stjórnarinnar var kynjuð hagstjórn. Enginn vinnur meira gegn þeirri stefnu en stjórnin sjálf. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu er hrópandi og það litla sem gert er miðar allt að því að styrkja hinar svonefndu “karlastéttir” í stað þess að horfa til beggja kynja. Hugsunarleysi eða ekki, slæmt er það. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé almennt miklu hrifnari af skattahækkunum en niðurskurði, voru greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eitt það fyrsta sem tekið var af fólki og fjölskyldum – og það ekki bara einu sinni heldur í þrígang. Þar með var allt bit dregið úr einu helsta jafnréttistæki landsmanna þótt vissulega séu einhverjir sem gráti ekki það bitleysi. Við því mátti búast en undanlátssemi gagnvart slíkum draugum fortíðar er ekki í boði. Sannarlega mætti nefna fleiri sláandi dæmi þar sem ábyrgðin úr ranni hins opinbera er augljós. Við eigum alltaf að hafa jafnrétti í huga, heima hjá okkur, á vinnustaðnum og í daglegu lífi. Hvar sem er, hvenær sem er. Jafnréttismál eru samfélagsmál. Munum að mismununin, meðvituð sem ómeðvituð, hefst strax í æsku. Munum að mælingar á mismunun birtist víða hvort sem er í skóla, tómstundum eða vinnustöðum. Og hættum aldrei að tala um það. Sama hvað Icesave eða stjórnlagamál taka mikið pláss í umræðunni. En þótt ráðamenn sofni á verðinum og gleymi því að jafnrétti á ávallt að vera til staðar, en ekki bara í jafnri skiptingu ráðherrasæta á milli kynjanna, skulum við hin muna eftir þessu mikilvæga máli, alltaf og alls staðar. Nú þarf að standa vaktina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Sjá meira
Staðan er þessi: um 540 opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp, þar af voru 470 konur en 70 karlar, fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið stórlega lækkaðar, börn komast seinna inn á leikskóla og launamunur kynjanna hefur lítið minnkað. Svona er nú jafnvægið hér á Íslandi rúmum tveimur árum eftir efnahagshrunið. Eflaust má finna á þessu margar skýringar, en þær bæta ekki ástandið. Eftir situr að menn sofnuðu á verðinum. Sjónarmiðin um að jafnréttiskrafan ætti ekki rétt á sér í kreppu, urðu ofan á. Illu heilli. Mistök ráðamanna ættu að vera hverjum manni augljós. Stefna vinstri stjórnarinnar var kynjuð hagstjórn. Enginn vinnur meira gegn þeirri stefnu en stjórnin sjálf. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu er hrópandi og það litla sem gert er miðar allt að því að styrkja hinar svonefndu “karlastéttir” í stað þess að horfa til beggja kynja. Hugsunarleysi eða ekki, slæmt er það. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé almennt miklu hrifnari af skattahækkunum en niðurskurði, voru greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eitt það fyrsta sem tekið var af fólki og fjölskyldum – og það ekki bara einu sinni heldur í þrígang. Þar með var allt bit dregið úr einu helsta jafnréttistæki landsmanna þótt vissulega séu einhverjir sem gráti ekki það bitleysi. Við því mátti búast en undanlátssemi gagnvart slíkum draugum fortíðar er ekki í boði. Sannarlega mætti nefna fleiri sláandi dæmi þar sem ábyrgðin úr ranni hins opinbera er augljós. Við eigum alltaf að hafa jafnrétti í huga, heima hjá okkur, á vinnustaðnum og í daglegu lífi. Hvar sem er, hvenær sem er. Jafnréttismál eru samfélagsmál. Munum að mismununin, meðvituð sem ómeðvituð, hefst strax í æsku. Munum að mælingar á mismunun birtist víða hvort sem er í skóla, tómstundum eða vinnustöðum. Og hættum aldrei að tala um það. Sama hvað Icesave eða stjórnlagamál taka mikið pláss í umræðunni. En þótt ráðamenn sofni á verðinum og gleymi því að jafnrétti á ávallt að vera til staðar, en ekki bara í jafnri skiptingu ráðherrasæta á milli kynjanna, skulum við hin muna eftir þessu mikilvæga máli, alltaf og alls staðar. Nú þarf að standa vaktina.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun