Átta lögmönnum svarað Frosti Sigurjónsson skrifar 23. mars 2011 12:53 Átta hæstaréttarlögmenn skrifa undir grein sem birt var í Fréttablaðinu 17. mars undir fyrirsögninni „Dýrkeyptur glannaskapur". Greinarhöfundar segjast ætla að segja já við Icesave en færa fyrir því ýmis rök sem ekki virðast standast nánari skoðun:„Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður." Vafasamt er að fullyrða að áhætta sé lágmörkuð með samningi sem skuldbindur okkur í erlendum gjaldmiðli ef lög leyfa að annars mætti greiða kröfuna í krónum. Ólíkt kröfum í erlendri mynt geta kröfur í krónum ekki leitt til greiðslufalls ríkisins. Einnig hefur verið bent á að gríðarleg áhætta felst í óvissum endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans og gengissveiflum.„Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina." Þetta er ekki alveg rétt því ef málið vinnst þurfum við ekkert að borga. Ef málið tapast og niðurstaðan yrði auk þess dómur um skaðabætur (sem er alls óvíst) þá væri greiðslan í íslenskum krónum. Að þessu leyti er samningurinn áhættusamari en dómstólaleiðin.„Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur." Hér er líklega átt við skýrslu Moody's frá 23. febrúar, sem mat dómstólaleiðina dýrari. Bent hefur verið á að niðurstaða Moody's er byggð á þeim misskilningi að versta niðurstaða Icesave samningsins sé aðeins 50 milljarðar, en 233 milljarðar munu vera nær því að vera versta niðurstaða samkvæmt sérfræðiáliti GAM Management fyrir fjárlaganefnd.„Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn." Hið rétta er, að áður en málið fer til EFTA dómstólsins mun ESA þurfa að taka afstöðu til þeirra mótraka sem Ísland á eftir að koma með við athugasemdum þess. Íslenskir og erlendir lögspekingar hafa hrakið athugasemdir ESA lið fyrir lið og varla er réttlætanlegt að fullyrða fyrirfram að ESA muni hafna þeim rökum.„ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland." Ef útkoma í dómsmálum réðist af tölfræði þá væru þetta góð rök. Ekkert þessara 29 mála er fordæmisgefandi fyrir Icesave málið. Í nær öllum tilvikum var um borðleggjandi og einföld samningsbrot að ræða. Benda má á að á hverjum tíma eru fjölmörg samningsbrotamál til meðferðar hjá framkvæmdarstjórn ESB án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi aðildarríki.„Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar." Hér er alið á þeim misskilningi að Bretar og Hollendingar hafi sjálfdæmi um bætur ef EFTA dómstóllinn ályktar þeim í hag. Hið rétta er að þeir þurfa að höfða og vinna mál fyrir íslenskum dómstólum til að eignast lögvarða kröfu. Íslenskir dómstólar munu dæma eftir íslenskum lögum. Skilyrði skaðabóta þyrfti að sanna, þ.á.m. sanna hvert tjónið er.„Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu." Enginn heimild er til staðar í EES samningnum að vísa aðildarríki af evrópska efnahagssvæðinu. ESB getur sagt upp EES samningnum einhliða en sú uppsögn myndi gilda líka um Noreg og Lichtenstein. Sú leið er afar langsótt. Ekki finnast dæmi um að ríkjum hafi verið vísað úr alþjóðlegu viðskiptasamstarfi vegna lagalegs ágreinings.„Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum" eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu." Í tollskrá Evrópusambandsins gagnvart ríkjum utan EES finnast ekki dæmi um 30% toll á helstu útflutningsvörum Íslands. Áður en Ísland gekk í EES voru sáralitlir tollar á íslenskum fiskafurðum og varla ástæða til að ætla að þeir yrðu eitthvað hærri þótt svo ólíklega færi að EES samstarfinu lyki vegna ágreinings Íslands, Bretlands og Hollands. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Tökum ákvörðun á réttum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Átta hæstaréttarlögmenn skrifa undir grein sem birt var í Fréttablaðinu 17. mars undir fyrirsögninni „Dýrkeyptur glannaskapur". Greinarhöfundar segjast ætla að segja já við Icesave en færa fyrir því ýmis rök sem ekki virðast standast nánari skoðun:„Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður." Vafasamt er að fullyrða að áhætta sé lágmörkuð með samningi sem skuldbindur okkur í erlendum gjaldmiðli ef lög leyfa að annars mætti greiða kröfuna í krónum. Ólíkt kröfum í erlendri mynt geta kröfur í krónum ekki leitt til greiðslufalls ríkisins. Einnig hefur verið bent á að gríðarleg áhætta felst í óvissum endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans og gengissveiflum.„Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina." Þetta er ekki alveg rétt því ef málið vinnst þurfum við ekkert að borga. Ef málið tapast og niðurstaðan yrði auk þess dómur um skaðabætur (sem er alls óvíst) þá væri greiðslan í íslenskum krónum. Að þessu leyti er samningurinn áhættusamari en dómstólaleiðin.„Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur." Hér er líklega átt við skýrslu Moody's frá 23. febrúar, sem mat dómstólaleiðina dýrari. Bent hefur verið á að niðurstaða Moody's er byggð á þeim misskilningi að versta niðurstaða Icesave samningsins sé aðeins 50 milljarðar, en 233 milljarðar munu vera nær því að vera versta niðurstaða samkvæmt sérfræðiáliti GAM Management fyrir fjárlaganefnd.„Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn." Hið rétta er, að áður en málið fer til EFTA dómstólsins mun ESA þurfa að taka afstöðu til þeirra mótraka sem Ísland á eftir að koma með við athugasemdum þess. Íslenskir og erlendir lögspekingar hafa hrakið athugasemdir ESA lið fyrir lið og varla er réttlætanlegt að fullyrða fyrirfram að ESA muni hafna þeim rökum.„ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland." Ef útkoma í dómsmálum réðist af tölfræði þá væru þetta góð rök. Ekkert þessara 29 mála er fordæmisgefandi fyrir Icesave málið. Í nær öllum tilvikum var um borðleggjandi og einföld samningsbrot að ræða. Benda má á að á hverjum tíma eru fjölmörg samningsbrotamál til meðferðar hjá framkvæmdarstjórn ESB án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi aðildarríki.„Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar." Hér er alið á þeim misskilningi að Bretar og Hollendingar hafi sjálfdæmi um bætur ef EFTA dómstóllinn ályktar þeim í hag. Hið rétta er að þeir þurfa að höfða og vinna mál fyrir íslenskum dómstólum til að eignast lögvarða kröfu. Íslenskir dómstólar munu dæma eftir íslenskum lögum. Skilyrði skaðabóta þyrfti að sanna, þ.á.m. sanna hvert tjónið er.„Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu." Enginn heimild er til staðar í EES samningnum að vísa aðildarríki af evrópska efnahagssvæðinu. ESB getur sagt upp EES samningnum einhliða en sú uppsögn myndi gilda líka um Noreg og Lichtenstein. Sú leið er afar langsótt. Ekki finnast dæmi um að ríkjum hafi verið vísað úr alþjóðlegu viðskiptasamstarfi vegna lagalegs ágreinings.„Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum" eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu." Í tollskrá Evrópusambandsins gagnvart ríkjum utan EES finnast ekki dæmi um 30% toll á helstu útflutningsvörum Íslands. Áður en Ísland gekk í EES voru sáralitlir tollar á íslenskum fiskafurðum og varla ástæða til að ætla að þeir yrðu eitthvað hærri þótt svo ólíklega færi að EES samstarfinu lyki vegna ágreinings Íslands, Bretlands og Hollands. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Tökum ákvörðun á réttum forsendum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun