Lífið

Kransakökuna upp á stall

Turninn tekur 36 múffur ef fermingarbarnið vill slaufa kransakökunni.
Turninn tekur 36 múffur ef fermingarbarnið vill slaufa kransakökunni.
Hlaðborð girnilegra veitinga tilheyrir fermingarveislunni og þá er kransakakan jafnan helsta stássið á borðinu, enda mikið í hana lagt.

Kökudiskar á fæti gefa borðinu einnig fallegt yfirbragð en þó gæti kransakakan runnið til á háum diski þegar gestum er gefinn laus taumurinn á hlaðborðið.

Til ráða er að þyngja kökuna með því að fylla hana af konfekti, setja undir hana gúmmímottu eða hlaða hana utan um eitthvað stöðugt.

Muffinsturn hentar einnig vel undir háar kransakökur.
Muffinsturninn er ný íslensk hönnun, þriggja hæða kökudiskur sem hægt er að taka sundur. Fyrir kransakökuna er sniðugt að taka efsta diskinn af og hlaða kökunni utan um standinn og ef kransakakan er mjög stór er hægt að hlaða hana frá neðsta diskinum og upp úr. Þá er engin hætta á að kakan fari á flakk um borðið.

Fallega skreyttar múffur eru einnig jafn girnilegar fyrir augað og magann og ekkert mál að slaufa kransakökunni fyrir múffur, ef fermingarbarninu sýnist svo. Samsettur tekur Muffinsturninn 36 múffur.

Turninn hannaði María Krista Hreiðarsdóttir og fæst hann á vefsíðunni kristadesign.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.