Dómstólaleið í Icesavemáli er vandrötuð og áhættusöm Ingvar Gíslason skrifar 23. mars 2011 06:00 9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallað Icesavemál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi. Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hollendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samningaleiðin væri farsælli. Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesavemálinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdómsvaldi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleiðinni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum framandi alríkisdómstóla. Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallað Icesavemál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi. Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hollendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samningaleiðin væri farsælli. Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesavemálinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdómsvaldi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleiðinni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum framandi alríkisdómstóla. Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun