Í veislum hvor hjá öðrum 23. mars 2011 16:33 Fljótt og vel gekk að velja fermingarfötin að sögn Örvars og Bjarnars Inga, en hvor fór með sínum foreldrum. Fréttablaðið/Stefán Frændurnir Bjarnar Ingi Pétursson og Örvar Svavarsson hafa verið leikfélagar frá unga aldri. Í vetur hafa þeir fylgst að í fermingarfræðslu í Hjallakirkju og nú styttist í að þeir staðfesti skírnina. Þeir ætla að fermast hvor sinn daginn, vinirnir Bjarnar Ingi og Örvar. Bjarnar Ingi 10. apríl og Örvar viku seinna. Ákvörðunin er útspekúleruð. „Það er miklu betra að geta verið í veislum hvor hjá öðrum," segja þeir kankvísir. Sjálfir spá þeir svolítið í veisluföngin. Bjarnar Ingi nefnir franska súkkulaðiköku og fleira góðgæti og Örvar kveðst hafa valið kjúklingasúpu, svo ætli mamma hans eitthvað að baka. Þótt veislurnar séu tilhlökkunarefni taka piltarnir andlega undirbúninginn líka alvarlega. Báðir þylja þeir ritningarversin sín fyrir blaðamann og Örvar er búinn að uppfylla messuskylduna, sem hljóðar upp á tíu guðsþjónustur eða bænastundir. Bjarnar Ingi á eftir að fá einn stimpil í kladdann.Örvar og Bjarnar Ingi eru grannar og vinir. Í seinni tíð hefur fótboltinn tekið við af sandkassaleikjum. Mynd/Svavar SigurjónssonAllt frá því í ágúst hafa frændurnir verið í fermingarfræðslu hjá séra Írisi Kristjánsdóttur í Hjallakirkju. „Þetta hafa verið ágætir tímar," segir Bjarnar Ingi. „Íris er aðallega að fara með okkur í gegnum bók sem heitir Trú og líf og spjalla við okkur," segir hann og neitar því ekki að hún grínist stundum, einkum að sjálfri sér. Skyldu þeir eiga að læra mikið utanbókar? „Ekki miðað við móðurafa minn. Hann þurfti að læra fjörutíu og eitthvað sálma," svarar Örvar og hlær. „Við fórum bara í próf þar sem við þurftum að kunna faðirvorið, signinguna, trúarjátninguna og einn sálm," upplýsir Bjarnar Ingi. „Já, númer 367. Hann er eftir Sigurbjörn Einarsson," bætir Örvar við. Drengirnir bjóða ættingjum og vinum heim í tilefni tímamótanna og hlakka til að hitta þá. En hverju vonast þeir eftir í fermingargjöf? „Ég væri alveg til í fartölvu," viðurkennir Örvar en Bjarnar Ingi veðjar á pening „Ég kaupi mér bara eitthvað sjálfur." - gun Fermingar Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira
Frændurnir Bjarnar Ingi Pétursson og Örvar Svavarsson hafa verið leikfélagar frá unga aldri. Í vetur hafa þeir fylgst að í fermingarfræðslu í Hjallakirkju og nú styttist í að þeir staðfesti skírnina. Þeir ætla að fermast hvor sinn daginn, vinirnir Bjarnar Ingi og Örvar. Bjarnar Ingi 10. apríl og Örvar viku seinna. Ákvörðunin er útspekúleruð. „Það er miklu betra að geta verið í veislum hvor hjá öðrum," segja þeir kankvísir. Sjálfir spá þeir svolítið í veisluföngin. Bjarnar Ingi nefnir franska súkkulaðiköku og fleira góðgæti og Örvar kveðst hafa valið kjúklingasúpu, svo ætli mamma hans eitthvað að baka. Þótt veislurnar séu tilhlökkunarefni taka piltarnir andlega undirbúninginn líka alvarlega. Báðir þylja þeir ritningarversin sín fyrir blaðamann og Örvar er búinn að uppfylla messuskylduna, sem hljóðar upp á tíu guðsþjónustur eða bænastundir. Bjarnar Ingi á eftir að fá einn stimpil í kladdann.Örvar og Bjarnar Ingi eru grannar og vinir. Í seinni tíð hefur fótboltinn tekið við af sandkassaleikjum. Mynd/Svavar SigurjónssonAllt frá því í ágúst hafa frændurnir verið í fermingarfræðslu hjá séra Írisi Kristjánsdóttur í Hjallakirkju. „Þetta hafa verið ágætir tímar," segir Bjarnar Ingi. „Íris er aðallega að fara með okkur í gegnum bók sem heitir Trú og líf og spjalla við okkur," segir hann og neitar því ekki að hún grínist stundum, einkum að sjálfri sér. Skyldu þeir eiga að læra mikið utanbókar? „Ekki miðað við móðurafa minn. Hann þurfti að læra fjörutíu og eitthvað sálma," svarar Örvar og hlær. „Við fórum bara í próf þar sem við þurftum að kunna faðirvorið, signinguna, trúarjátninguna og einn sálm," upplýsir Bjarnar Ingi. „Já, númer 367. Hann er eftir Sigurbjörn Einarsson," bætir Örvar við. Drengirnir bjóða ættingjum og vinum heim í tilefni tímamótanna og hlakka til að hitta þá. En hverju vonast þeir eftir í fermingargjöf? „Ég væri alveg til í fartölvu," viðurkennir Örvar en Bjarnar Ingi veðjar á pening „Ég kaupi mér bara eitthvað sjálfur." - gun
Fermingar Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira