Skoðun

Ískalt siðleysi

Átta hæstaréttarlögmenn skrifar
Talsmenn laganna um Icesave tala um áhættu af dómstólameðferð og segjast hafa framkvæmt „ískalt mat“ á henni sem segi þeim að styðja lögin. Í þessu virðist felast að einhverjar líkur séu á að við myndum tapa dómsmáli, þar sem um þetta yrði fjallað. Ekki eru neinar umtalsverðar líkur á því. En segjum sem svo að hlutlaus dómstóll myndi dæma okkur í óhag. Þá fælist í þeim dómi að við hefðum brotið rétt á öðrum. Hafi svo verið hljótum við að vilja bæta fyrir það ef við á annað borð viljum telja okkur til siðaðra þjóða.

Hræðsluáróðurinn gegn dómstólunum felur því í sér að vegna hættunnar á að þurfa að standa við lagalegar skyldur eigum við að forðast þá! Það skal endurtekið að afar takmarkaðar líkur eru á að dómsmál tapist.

Þetta er aðeins nefnt til að benda á siðleysið í þessum málflutningi. Allt ber að sama brunni.

Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Sveinn Snorrason hrl

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×