Innlent

Hætt að kaupa upp netalagnir

Hvítá Hefðbundin netaveiði er sögð munu hefjast aftur í Hvítá.
Hvítá Hefðbundin netaveiði er sögð munu hefjast aftur í Hvítá.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur segist að óbreyttu ekki halda áfram að taka þátt í uppkaupum netalagna á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár í Árnessýslu eftir árið 2011.

Væntanlega verði löng bið á því að félagið láti aftur til sín taka á þeim vettvangi.

„Þetta er staðreynd sem svíður ekki aðeins stangaveiðimenn, því sá mikli árangur sem náðst hefur með upptöku neta hefur aukið arð landeigenda í bergvatnsánum nú þegar,“ segir á svfr.is. „Nú stefnir hins vegar í það að farið verði í sama galna farið og hefðbundin netaveiði hefjist að nýju á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár.“

Bent er á að átta prósent landeigenda á vatnasvæðinu veiði í net um helming þess lax sem gengur í árnar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×