Innlent

Hýrir vilja heitbindast á Íslandi

Eva María Þórarinsdóttir Lange og Birna Hrönn Björnsdóttir bjóða samkynkynhneigða ferðamenn velkomna til landsins.fréttablaðið/stefán
Eva María Þórarinsdóttir Lange og Birna Hrönn Björnsdóttir bjóða samkynkynhneigða ferðamenn velkomna til landsins.fréttablaðið/stefán
Samkynhneigðir ferðamenn eru áfjáðir í að ganga í hjónaband hérlendis. Þetta segja forsvarsmenn fyrstu sérhæfðu ferðaskrifstofunnar fyrir samkynhneigða á Íslandi.

„Við urðum strax varar við mikla ásókn í að komast til landsins og þetta fer mjög hratt af stað,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem á og rekur Pink Iceland ásamt Birnu Hrönn Björnsdóttur. Aðeins hálfur mánuður er síðan þær stöllur opnuðu ferðaskrifstofuna og síðan þá hefur þeim borist fjöldi fyrirspurna frá útlöndum, þar á meðal frá pörum í giftingarhugleiðingum.

Eva segir reyndar hafa komið á óvart hversu margir vilji gifta sig hérlendis. „Mörg tilboð eru í vinnslu og eitt brúðkaup sumarsins hefur farið úr því að vera tvegga manna athöfn í krúttlegu umhverfi yfir í að 115 manna föruneyti er á leiðinni til landsins til að samfagna brúðhjónunum,“ bendir hún á og bætir við að margir telji Eyjafjallajökul og Vestfirði vænlega vígslu- og veislustaði.- þlg / Allt í miðju blaðsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×