Innlent

Háskólinn á Akureyri aldrei vinsælli

Umsóknir um skólavist við Háskólann á Akureyri hafa aldrei verið fleiri en umsóknarfrestur rann út í gær. Alls sóttu 1030 manns um skólavist og er þetta í fyrsta sinn sem umsóknir eru fleiri en þúsund. Flestir vilja komast að í hjúkrunarfræði, viðskiptafræði og sálfræði.

Þá segir í tilkynningu að fjarnám í félagsvísindagreinum sé vinsælt og er aðsókn góð í öllum greinum. Í raun er aukin aðsókn í allar greinar Háskólans á Akureyri og segir Stefán B. Sigurðsson rektor greinilegt að Háskólinn á Akureyri sé að styrkja stöðu sína í íslensku háskólasamfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×