Innlent

Töluverð hreyfing komin á fjárfesta

Mynd/Stefán Karlsson
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir samkeppni um orku sem framleidd er hér á landi ánægjulega. Landsvirkjun telji eftirspurnina vera um 1600 megavött. „Auðvitað verður ekki framleitt það mikið af orku á komandi árum en það er ánægjulegt að eftirspurnin skuli vera eins mikil og raun ber vitni.“

Þetta sagði Katrín í upphafi þingfundar í dag þegar Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði hana út í yfirlýsingar forsætisráðherra um fjárfestingar í orkufrekum iðnaði.

Katrín sagði að á undanförnu hafi verið skrifað undir þrjá nýja fjárfestingasamninga og nú væri unnið að gerð þess fjórða. „Töluverð hreyfing er komin á fjárfestana og við finnum að það er að koma aukinn sóknarþungi og eftirspurnin er að þyngjast.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×