Innlent

Prófessor á Alþingi

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, í fyrsta sinn í pontu
Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, í fyrsta sinn í pontu Mynd Sigurjón
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag. Baldur er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í fjarveru Marðar Árnasonar sem getur ekki sinnt þingstörfum af persónulegum ástæðum.

Baldur undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar en það gera þingmenn þegar þeir taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×