Innlent

Bensínstuldur olli eignaspjöllum

Reynt var að stela bensíni á flugvellinum á Hellu.
Reynt var að stela bensíni á flugvellinum á Hellu.
Eignaspjöll voru unnin á flugvellinum á Hellu þegar reynt var að stela þar bensíni um helgina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.



Annars var vikan róleg og góð hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Hún greinir frá því að hraðamælingar muni fara þar fram daglega í sumar í samstarfi við ríkislögreglustjóra en 28 voru teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið. Vonast er til að átakið leiði til fækkunar á slysum og telur lögreglan að árangur hafi þegar náðst þar sem engin slys urðu í vikunni.



Einn ökumaður var stöðvaður í umdæminu um helgina, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, og fær mál hans venjulega afgreiðslu en hann má búast við að missa ökuréttindi sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×