Erlent

Danir varaðir við miklu þrumuveðri í dag

Danir hafa verið varaðir við miklu þrumuveðri sem gengur yfir Damörku í dag. Búist er við miklu úrhelli samfara þessu veðri víða í landinu.

Að meðaltali er reiknað með að úrkoman verði 5 til 10 millimetrar en á stöku stöðum verður úrkoman allt að 30 millimetrum.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum skellur þrumuveðrið fyrst á Jótlandi en breiðist síðan um allt landið. Veðurstofa Danmerkur segir að reikna megi með mörgum og öflugum þrumum í þessu veðri en reiknað er með að veðrið gangi niður síðdegis eða snemma í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×