Erlent

Jafnaðarmenn viðurkenna ósigur í Portúgal

Stjórn Jafnaðarmanna í Portúgal hefur viðurkennt ósigur sinn í þingkosningunum sem fóru fram í landinu um helgina.

Miðjuflokkurinn undir stjórn Pedro Passos Coelho er sigurvegari kosninganna með um 40% atkvæða en Jafnaðarmenn fengu minna en 30%.

Jose Socrates starfandi forsætisráðherra Portúgal segir að hann taki fulla ábyrgð á ósigri Jafnaðarmanna.

Samkvæmt frétt um málið á Reuters er reiknað með að Miðjuflokkurinn, sem raunar kallar sig Sosíal Demókrata, muni mynda nýja stjórn með hægriflokknum CDS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×