Lífið

Barneignir fá að bíða

Vilhjálmur Bretaprins og Kate eiga ekki von á tvíburum.
nordicphotos/getty
Vilhjálmur Bretaprins og Kate eiga ekki von á tvíburum. nordicphotos/getty
Tímaritið Star Magazine greindi frá því fyrir helgi að Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Kate, ættu von á tvíburum innan skamms. Talsmaður konungshallarinnar vísar þó þessum fréttum á bug.

„Væri fréttin rétt hefði konungshöllin sjálf sent frá sér tilkynningu þess efnis, ekki slúðurrit,“ sagði talsmaðurinn. Vilhjálmur hefur áður tjáð sig um barneignir og sagði hjónin ekki ætla að flýta sér. „Við tökum eitt skref í einu. Fyrst viljum við njóta hveitibrauðsdaganna og svo munum við íhuga barneignir. En vissulega viljum við bæði eignast börn í framtíðinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.