Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk 10. september 2011 05:00 Forstöðumaður safnaðarins segir starfið við viðbygginguna að langmestu leyti unnið í sjálfboðavinnu. Hinir 300 meðlimir trúfélagsins verði einfaldlega að leggja harðar að sér fyrst borgin neiti félaginu um styrk. Fréttablaðið/Valli „Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. Kirkjubyggingasjóður samþykkti í júní að veittir yrðu átta styrkir. Íslenska Kristskirkjan skyldi fá 700 þúsund krónur vegna viðbyggingar. Borgarráð vísaði málinu hins vegar til skoðunar hjá Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra borgarinnar, vegna gruns um að stefna trúfélagsins samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar. „Á heimasíðu safnaðarins er að að finna grein þar sem mörg dæmi eru um þá skoðun forstöðumanns safnaðarins að samkynhneigð sé óeðlileg, að hún sé synd og að það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér að samþykkja þjófnað eða lygar," segir í umsögn Önnu, sem mælti gegn styrkveitingunni. Því ákvað stjórn Kirkjubyggingasjóðs að strika söfnuðinn út af listanum fyrir styrkþega að þessu sinni. Í greininni sem Anna vísar til segir Friðrik Schram að uppvaxandi kynslóð þarfnist góðrar fyrirmyndar. „Stöndum því vörð um unga drengi og stúlkur, að enginn dragi þau, viðkvæmar sálir, á tálar og leiði til samkynhneigðar og/eða saurlifnaðar hverju nafni sem hann nefnist," segir safnaðarpresturinn meðal annars. Friðrik segir ljóst að mannréttindaskrifstofan hafi fundið eitthvað sem henni líki ekki við. „Þau í mannréttindaráðinu eru í raun búin að að búa til sínar eigin mannréttindareglur sem þau ætla okkur öllum að fara eftir. Þessar reglur bitna á okkur því við höfum þá skoðun sem hefur verið kirkjuleg skoðun í tvö þúsund ár. Algjör minnihluti kristinna kirkna í heiminum aðhyllist aðra skoðun," segir Friðrik, sem finnst söfnuði sínum mismunað. Skýringa verði leitað. „Við höfum ákveðna skoðun í siðferðismálum og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar álítur að okkar skoðun sé svo vond að það sé ekki hægt að veita okkur smá styrk en það megi styðja aðra." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs sem í fyrradag staðfesti breytta tillögu Kirkjubyggingasjóðs, segir málið vissulega óvenjulegt. „En þarna vöknuðu spurningar og því var tillögu Kirkjubyggingasjóðs vísað til mannréttindastjóra með þessari niðurstöðu," segir Dagur. gar@frettabladid.isAnna KristinsdóttirDagur B. Eggertsson Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira
„Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. Kirkjubyggingasjóður samþykkti í júní að veittir yrðu átta styrkir. Íslenska Kristskirkjan skyldi fá 700 þúsund krónur vegna viðbyggingar. Borgarráð vísaði málinu hins vegar til skoðunar hjá Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra borgarinnar, vegna gruns um að stefna trúfélagsins samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar. „Á heimasíðu safnaðarins er að að finna grein þar sem mörg dæmi eru um þá skoðun forstöðumanns safnaðarins að samkynhneigð sé óeðlileg, að hún sé synd og að það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér að samþykkja þjófnað eða lygar," segir í umsögn Önnu, sem mælti gegn styrkveitingunni. Því ákvað stjórn Kirkjubyggingasjóðs að strika söfnuðinn út af listanum fyrir styrkþega að þessu sinni. Í greininni sem Anna vísar til segir Friðrik Schram að uppvaxandi kynslóð þarfnist góðrar fyrirmyndar. „Stöndum því vörð um unga drengi og stúlkur, að enginn dragi þau, viðkvæmar sálir, á tálar og leiði til samkynhneigðar og/eða saurlifnaðar hverju nafni sem hann nefnist," segir safnaðarpresturinn meðal annars. Friðrik segir ljóst að mannréttindaskrifstofan hafi fundið eitthvað sem henni líki ekki við. „Þau í mannréttindaráðinu eru í raun búin að að búa til sínar eigin mannréttindareglur sem þau ætla okkur öllum að fara eftir. Þessar reglur bitna á okkur því við höfum þá skoðun sem hefur verið kirkjuleg skoðun í tvö þúsund ár. Algjör minnihluti kristinna kirkna í heiminum aðhyllist aðra skoðun," segir Friðrik, sem finnst söfnuði sínum mismunað. Skýringa verði leitað. „Við höfum ákveðna skoðun í siðferðismálum og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar álítur að okkar skoðun sé svo vond að það sé ekki hægt að veita okkur smá styrk en það megi styðja aðra." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs sem í fyrradag staðfesti breytta tillögu Kirkjubyggingasjóðs, segir málið vissulega óvenjulegt. „En þarna vöknuðu spurningar og því var tillögu Kirkjubyggingasjóðs vísað til mannréttindastjóra með þessari niðurstöðu," segir Dagur. gar@frettabladid.isAnna KristinsdóttirDagur B. Eggertsson
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira