Sterkari en nokkru sinni fyrr Anna Bentína Hermansen skrifar 10. september 2011 06:00 Ég er ein af þeim rúmlega 5.200 konum sem hafa leitað til Stígamóta eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Á bak við hverja einustu tölu er manneskja sem hefur nafn og á sitt líf. Stundum held ég að tölur geri fólk ónæmt fyrir þessum málum, þess vegna finnst mér mikilvægt að koma fram undir nafni. Í dag get ég það því mér finnst ég ekkert hafa að fela enda hef ég ekkert að skammast mín fyrir. Ég get staðið fyrir framan þjóðina stolt yfir því að hafa komist í gegnum þessa reynslu og tekist á við hana þannig að ég er sterkari fyrir vikið. Hins vegar eru ekki allir það lánsamir og þá á ég við fólkið sem aldrei leitar sér hjálpar og býr með skömm sína og reynslu í þögn sem verður stundum óbærileg. Ég þekki það sjálf því það tók mig tíma að leita mér hjálpar. Ég reyndi að ýta reynslu minni í burtu, vann eins og berserkur, kaffærði mig í verkefnum og var á sífelldum flótta undan líðan minni. Ég var full af skömm, sektarkennd og sjálfsásökunum vegna þess ofbeldis sem var framið á mér en ekki af mér. Mér leið eins og ég hefði verið svipt stórum hluta af sjálfri mér og þessi hluti myndaði tómarúm sem fylltist af kvíða, þunglyndi og félagsfælni. Skömmin að hafa orðið fyrir þessu var helsti þátturinn sem kom í veg fyrir að ég leitaði mér hjálpar. Ég var í nokkur ár í einstaklingsviðtölum áður en ég treysti mér til að fara í sjálfshjálparhóp á Stígamótum. Í þessum hópum eru 5-6 einstaklingar og leiðbeinandi. Við hittumst tvisvar í viku í tvo mánuði og fórum í gegnum reynslu okkar, líðan og tilfinningar. Í þessum hópi gerðist kraftaverk. Ég hitti aðrar konur sem höfðu sömu reynslu. Ég heyrði þær segja frá sömu skömminni og sjálfsásökunum sem ég upplifði og þá fyrst skildi ég hversu fáránlegt það er að þau sem beitt eru ofbeldi beri þá skömm sem ofbeldismaðurinn ætti að bera. Ég sá líka að kvíðinn og þunglyndið voru ekki karaktereinkenni sem ég hafði þróað með mér, heldur afleiðingar af ofbeldinu. Ég sá að ég hafði svipt sjálfa mig helmingnum af lífinu í viðleitni minni að kæfa niður reynsluna sem ég varð fyrir. Ég uppgötvaði að mestu fordómarnir sem ég þurfti að yfirstíga voru eigin fordómar gagnvart sjálfri mér og því sem ég hafði upplifað. Mikilvægasta verkfærið í bataferlinu er að rjúfa þögnina og fá viðurkenningu á þessari erfiðu lífsreynslu. Gefa sjálfri sér leyfi til að upplifa sársaukann og þjáninguna. Þetta leyfi fékk ég á Stígamótum, þar var ég umvafin skilningi og líðan mín var viðurkennd. Fyrir mér snérist vinna mín á Stígamótun um að gefa sjálfri mér þá gjöf að fara í gegnum þessa reynslu og gera hana upp að því marki sem mér var framast unnt. Eina leiðin út úr sársaukanum er að fara í gegnum hann og þessi vinna hefur gert mig sterkari. Að rjúfa þögnina er töfrum líkast, þú heyrir ekki bara í sjálfri þér og setur í orð það ósegjanlega. Það er eins og orðin moki út skömminni, þú færir hana út úr sjálfri þér, sleppir henni lausri og sérð hversu mikil fásinna það er að þú berir hana. Þú skilar henni á réttan stað, til ofbeldismannsins. Þú stendur uppi sem sigurvegari vegna þess að þú komst í gegnum eina erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að hugsa sér og þar af leiðandi býrðu yfir miklum styrk. Það óeigingjarna starf sem unnið er á Stígamótum bjargaði lífi mínu. Ég hefði ekki getað haldið áfram mikið lengur í þeirri vanlíðan sem ég var í. Ef ég hefði þurft að borga fyrir viðtölin og hópavinnuna hefði ég líklega ekki getað leitað mér hjálpar. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að fólk geti sótt sér aðstoð án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegum þætti þess. Að auki tekur samfélagið ábyrgð með því að veita þessa þjónustu ókeypis. Það sýnir hluttekningu og viðurkennir þörfina fyrir svona úrræði. Vegna vinnu minnar á Stígamótum hef ég fundið þann styrk aftur sem bjó alltaf í mér. Grundvöllurinn molnaði eftir reynslu mína en á Stígamótum byggði ég hann upp á ný. Ég reis upp úr öskustónni, vængjuð nýjum krafti, endurheimti sjálfa mig og það sterkari en nokkru sinni fyrr. Hver einasta manneskja sem upplifað hefur kynferðisofbeldi getur endurheimt sjálfa sig eins og ég gerði. Hún þarf bara að byrja og hvert ferðalag hefst á einu skrefi. Þjónusta Stígamóta er besti ferðafélaginn á þessu ferðalagi og algjörlega ómissandi fyrir okkar samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim rúmlega 5.200 konum sem hafa leitað til Stígamóta eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Á bak við hverja einustu tölu er manneskja sem hefur nafn og á sitt líf. Stundum held ég að tölur geri fólk ónæmt fyrir þessum málum, þess vegna finnst mér mikilvægt að koma fram undir nafni. Í dag get ég það því mér finnst ég ekkert hafa að fela enda hef ég ekkert að skammast mín fyrir. Ég get staðið fyrir framan þjóðina stolt yfir því að hafa komist í gegnum þessa reynslu og tekist á við hana þannig að ég er sterkari fyrir vikið. Hins vegar eru ekki allir það lánsamir og þá á ég við fólkið sem aldrei leitar sér hjálpar og býr með skömm sína og reynslu í þögn sem verður stundum óbærileg. Ég þekki það sjálf því það tók mig tíma að leita mér hjálpar. Ég reyndi að ýta reynslu minni í burtu, vann eins og berserkur, kaffærði mig í verkefnum og var á sífelldum flótta undan líðan minni. Ég var full af skömm, sektarkennd og sjálfsásökunum vegna þess ofbeldis sem var framið á mér en ekki af mér. Mér leið eins og ég hefði verið svipt stórum hluta af sjálfri mér og þessi hluti myndaði tómarúm sem fylltist af kvíða, þunglyndi og félagsfælni. Skömmin að hafa orðið fyrir þessu var helsti þátturinn sem kom í veg fyrir að ég leitaði mér hjálpar. Ég var í nokkur ár í einstaklingsviðtölum áður en ég treysti mér til að fara í sjálfshjálparhóp á Stígamótum. Í þessum hópum eru 5-6 einstaklingar og leiðbeinandi. Við hittumst tvisvar í viku í tvo mánuði og fórum í gegnum reynslu okkar, líðan og tilfinningar. Í þessum hópi gerðist kraftaverk. Ég hitti aðrar konur sem höfðu sömu reynslu. Ég heyrði þær segja frá sömu skömminni og sjálfsásökunum sem ég upplifði og þá fyrst skildi ég hversu fáránlegt það er að þau sem beitt eru ofbeldi beri þá skömm sem ofbeldismaðurinn ætti að bera. Ég sá líka að kvíðinn og þunglyndið voru ekki karaktereinkenni sem ég hafði þróað með mér, heldur afleiðingar af ofbeldinu. Ég sá að ég hafði svipt sjálfa mig helmingnum af lífinu í viðleitni minni að kæfa niður reynsluna sem ég varð fyrir. Ég uppgötvaði að mestu fordómarnir sem ég þurfti að yfirstíga voru eigin fordómar gagnvart sjálfri mér og því sem ég hafði upplifað. Mikilvægasta verkfærið í bataferlinu er að rjúfa þögnina og fá viðurkenningu á þessari erfiðu lífsreynslu. Gefa sjálfri sér leyfi til að upplifa sársaukann og þjáninguna. Þetta leyfi fékk ég á Stígamótum, þar var ég umvafin skilningi og líðan mín var viðurkennd. Fyrir mér snérist vinna mín á Stígamótun um að gefa sjálfri mér þá gjöf að fara í gegnum þessa reynslu og gera hana upp að því marki sem mér var framast unnt. Eina leiðin út úr sársaukanum er að fara í gegnum hann og þessi vinna hefur gert mig sterkari. Að rjúfa þögnina er töfrum líkast, þú heyrir ekki bara í sjálfri þér og setur í orð það ósegjanlega. Það er eins og orðin moki út skömminni, þú færir hana út úr sjálfri þér, sleppir henni lausri og sérð hversu mikil fásinna það er að þú berir hana. Þú skilar henni á réttan stað, til ofbeldismannsins. Þú stendur uppi sem sigurvegari vegna þess að þú komst í gegnum eina erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að hugsa sér og þar af leiðandi býrðu yfir miklum styrk. Það óeigingjarna starf sem unnið er á Stígamótum bjargaði lífi mínu. Ég hefði ekki getað haldið áfram mikið lengur í þeirri vanlíðan sem ég var í. Ef ég hefði þurft að borga fyrir viðtölin og hópavinnuna hefði ég líklega ekki getað leitað mér hjálpar. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að fólk geti sótt sér aðstoð án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegum þætti þess. Að auki tekur samfélagið ábyrgð með því að veita þessa þjónustu ókeypis. Það sýnir hluttekningu og viðurkennir þörfina fyrir svona úrræði. Vegna vinnu minnar á Stígamótum hef ég fundið þann styrk aftur sem bjó alltaf í mér. Grundvöllurinn molnaði eftir reynslu mína en á Stígamótum byggði ég hann upp á ný. Ég reis upp úr öskustónni, vængjuð nýjum krafti, endurheimti sjálfa mig og það sterkari en nokkru sinni fyrr. Hver einasta manneskja sem upplifað hefur kynferðisofbeldi getur endurheimt sjálfa sig eins og ég gerði. Hún þarf bara að byrja og hvert ferðalag hefst á einu skrefi. Þjónusta Stígamóta er besti ferðafélaginn á þessu ferðalagi og algjörlega ómissandi fyrir okkar samfélag.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun