Innlent

Vill endurhæfingabúðir fyrir ísbirni í Laugardal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hvítabjörninn Knútur laðaði marga ferðamenn að í Þýskalandi. Mynd/ afp.
Hvítabjörninn Knútur laðaði marga ferðamenn að í Þýskalandi. Mynd/ afp.
Borgarstjóri ætlar að standa fyrir því að reistar verði endurhæfingarbúðir fyrir ísbirni sem hafa hrakist hingað til lands verði reistar í Húsdýragarðinum í Laugardal. Hann vill að verkefnið verði fjármagnað með alþjóðlegri söfnun en ekki skattfé.

Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, sagði í samtali við RÚV í kvöld að hugsunin væri að vera með aðstöðu í Húsdýragarðinum þar sem hægt væri að taka á móti ísbjörnunum og hjúkra þeim svo þeir geti snúið aftur til síns heima. Hún sagðist búast við því að þetta myndi trekkja að ferðamenn hingað, rétt eins og björninn Knútur hefði gert í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×