Byggt á Hólmsheiði og fé veitt á Hraunið 3. desember 2011 06:00 Litla-Hraun Fjárheimild til nauðsynlegra endurbóta á Litla-Hrauni verður bætt inn á fjárlög 2012, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán páll winkel stjórnsýsla Ákveðið hefur verið að veita fé til byggingar nýs fangelsis á Hólmsheiði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að auki er rætt um að setja sérstaka fjárupphæð til nauðsynlegra endurbóta á fangelsinu á Litla-Hrauni. Óvissa kom upp um áform innanríkisráðherra varðandi fangelsisbyggingu þegar fjárlaganefnd tók fjárheimild til þess úr fjárlögum. Björgvin G. Sigurðsson, fulltrúi í nefndinni, hefur mjög talað fyrir því að áhersla eigi frekar að vera á uppbyggingu á Litla-Hrauni. Heimildir Fréttablaðsins herma að sátt hafi náðst í málinu í gær. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir málið ekki frágengið, en hann sé mjög bjartsýnn á að málið nái fram að ganga í samræmi við óskir fagaðila, en þeir hafa mælt með fangelsi á Hólmsheiði. „Ég hef átt góðar samræður við fulltrúa í fjárlaganefnd þingsins og ráðuneytismenn og fulltrúar fangelsismálastofnunar undanfarna daga og ég er mjög bjartsýnn á að málið nái farsællega fram að ganga.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bjartsýnn á að málið leysist með farsælum hætti og hann hafi átt nokkra fundi með nefndum Alþingis þar sem gögnum hafi verið komið á framfæri og hreinskiptin umræða átt sér stað. Þá sendi Fangavarðafélag íslands frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir heilshugar stuðningi við stefnu Fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsiskerfisins, þar með nýtt fangelsi á Hólmsheiði.“ Það er komið nóg af töfum á þessu brýna verkefni og er varað við því að Alþingi leggi stein í götu þessa framfaramáls eins og ráða má af fréttum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við fylgjumst með framvindunni og munum ekki taka því þegjandi ef þessi áform verða stöðvuð eina ferðina enn. Að sjálfsögðu viljum við líka áframhaldandi uppbyggingu á Litla-Hrauni á komandi árum. En þetta eru ekki valkostir. Hólmsheiðina strax eins og lagt hefur verið upp með, síðan/og jafnframt uppbyggingu á Litla-Hrauni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. jss@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
páll winkel stjórnsýsla Ákveðið hefur verið að veita fé til byggingar nýs fangelsis á Hólmsheiði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að auki er rætt um að setja sérstaka fjárupphæð til nauðsynlegra endurbóta á fangelsinu á Litla-Hrauni. Óvissa kom upp um áform innanríkisráðherra varðandi fangelsisbyggingu þegar fjárlaganefnd tók fjárheimild til þess úr fjárlögum. Björgvin G. Sigurðsson, fulltrúi í nefndinni, hefur mjög talað fyrir því að áhersla eigi frekar að vera á uppbyggingu á Litla-Hrauni. Heimildir Fréttablaðsins herma að sátt hafi náðst í málinu í gær. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir málið ekki frágengið, en hann sé mjög bjartsýnn á að málið nái fram að ganga í samræmi við óskir fagaðila, en þeir hafa mælt með fangelsi á Hólmsheiði. „Ég hef átt góðar samræður við fulltrúa í fjárlaganefnd þingsins og ráðuneytismenn og fulltrúar fangelsismálastofnunar undanfarna daga og ég er mjög bjartsýnn á að málið nái farsællega fram að ganga.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bjartsýnn á að málið leysist með farsælum hætti og hann hafi átt nokkra fundi með nefndum Alþingis þar sem gögnum hafi verið komið á framfæri og hreinskiptin umræða átt sér stað. Þá sendi Fangavarðafélag íslands frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir heilshugar stuðningi við stefnu Fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsiskerfisins, þar með nýtt fangelsi á Hólmsheiði.“ Það er komið nóg af töfum á þessu brýna verkefni og er varað við því að Alþingi leggi stein í götu þessa framfaramáls eins og ráða má af fréttum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við fylgjumst með framvindunni og munum ekki taka því þegjandi ef þessi áform verða stöðvuð eina ferðina enn. Að sjálfsögðu viljum við líka áframhaldandi uppbyggingu á Litla-Hrauni á komandi árum. En þetta eru ekki valkostir. Hólmsheiðina strax eins og lagt hefur verið upp með, síðan/og jafnframt uppbyggingu á Litla-Hrauni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. jss@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent