Lögreglustjórinn á Akureyri hefur ákært tvo menn um tvítugt fyrir að ráðast á mann og kýla hann í andlitið.
Atvikið átti sér stað í maí síðastliðnum á dansgólfi skemmtistaðarins Kaffi Akureyri. Mönnunum er gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið hvort höggið í andlitið, með þeim afleiðingum að hann kinnbeinsbrotnaði og hlaut skurði yfir hægra auga. Faðir þess sem barinn var krefst um 760 þúsunda króna í miskabætur fyrir hönd sonar síns. - jss
