Ábyrgð fyrirtækja 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun