Sport

Justin Henin er hætt í tennis

Justine Henin frá Belgíu er hætt í atvinnumennsku í tennis vegna meiðsla í olnboga en hin 28 ára gamla Henin hefur verið í fremstu röð í kvennaflokki undanfarin ár.
Justine Henin frá Belgíu er hætt í atvinnumennsku í tennis vegna meiðsla í olnboga en hin 28 ára gamla Henin hefur verið í fremstu röð í kvennaflokki undanfarin ár. Nordic Photos/Getty Images

Justine Henin frá Belgíu er hætt í atvinnumennsku í tennis vegna meiðsla í olnboga en hin 28 ára gamla Henin hefur verið í fremstu röð í kvennaflokki undanfarin ár. Henin hefur áður tekið slíka ákvörðun en hún dróg sig í hlé frá atvinnumennsku árið 2008 og á þeim tíma var hún í efsta sæti heimslistans - og hafði sigrað á sjö stórmótum.

Hún mætti í slaginn á ný í byrjun ársins 2010 þar sem hún komst í úrslit á opna ástralska meistaramótinu. Henin fann fyrir meiðslunum á Wimbledon meistaramótinu og hún hefur ekki náð sér á strik að undanförnu. Á opna ástralska meistaramótinu tapaði hún fyrir Svetlanu Kuznetsovu í þriðju umferð.

Henin hefur eins og áður segir sigrað á sjö stórmótum á ferlinum og alls 43 atvinnumótum. Hún lék tvisvar til úrslita á Wimbledon meistaramótinu en náði ekki að sigra. Á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 sigraði hún í einliðaleik.

Titlar Henin á stórmótum:

Opna ástralska (2004).

Opna franska (2003, 2005, 2006, 2007).

Opna bandarsíka (2003, 2007).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×