Viðskipti innlent

Íslandsbanki áfrýjar í málum stofnfjáreigenda

Íslandsbanki hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómunum fjórum sem féllu í héraðsdómi á dögunum og vörðuðu skuldamál stofnfjáreigenda í Byr og Sparisjóði Norðurlands sem höfðu fengið lán hjá Glitni til þess að auka við stofnfjáreign sína. Íslandsbanki tapaði þremur málanna og vann eitt, en öllum málunum verður áfrýjað.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ástæður þess að bankinn hefur ákveðið að áfrýja aðallega þær að um prófmál sé að ræða sem mikilvægt sé að fá endanlega niðurstöðu í. Þá voru dómarnir ekki samhljóða eins og áður sagði og þar að auki gætu dómarnir haft fordæmisgildi fyrir aðra stofnfjáreigendur. Málin fjögur sem héraðsdómur dæmdi í á dögunum voru valin í samráði við lögmenn lögmenn stofnfjáreigenda.

Bankinn telur því mikilvægt að fá niðurstöðu sem fyrst og vonast menn til þess að niðurstaða liggi fyrir í byrjun sumars. Bankinn mun einnig beita sér fyrir því að málið fái skjóta afgreiðslu.

Öllum lántakendum hefur verið boðinn frestur til að greiða skuld sína fram á haust og munu langflestir þeirra hafa þegið þann frest. Uppreiknað virði lánanna sem um ræðir eru tæpir tólf milljarðar og þeir skiptast á ríflega 400 einstaklinga og um 20 fyrrtæki.






Tengdar fréttir

Stofnfjáreigendur anda léttar: Mamma svaf ekkert í nótt

Stofnfjáreigandi í BYR ber ekki ábyrgð á lánum sem tekin voru til stofnfjáraukningar samkvæmt dómi Héraðsdóms í dag. Dómurinn segir lántakann hafa fengið villandi ráðgjöf og ónákvæmar upplýsingar frá Glitni sem lánaði fyrir kaupunum. Þungu fargi er létt af tæplega áttræðri konu og fjölskyldu hennar sem áður var gert að greiða 20 milljónir króna.

Stofnfjáreigandi í Byr þarf ekki að greiða Íslandsbanka

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Ólöfu Þórönnu Hannesdóttur stofnfjáreigenda í Byr beri ekki að endurgreiða Íslandsbanka tæpar 20 milljónir kr. vegna láns sem Ólöf fékk hjá Glitni á sínum tíma til að taka þátt í stofnfjáraukningu Byr árið 2007.

Glitnir ábyrgðist sölu nýrra stofnfjárbréfa

Glitnir samdi við BYR 2007 um að bankinn ábyrgðist sölu á nýjum stofnfjábréfum í sparisjóðnum fyrir allt að 30 milljarða króna. Ef Byr hefði ekki tekist að selja almenningi bréfin hefði Glitnir sjálfur þurft að greiða milljarðana þrjátíu, með tilheyrandi lækkun á eiginfjárhlutfalli sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×