Tryggja sér 650 milljóna króna fjármögnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 11:02 Fólkið á bak við PLAIO. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur tryggt sér fjármögnun upp á 4,3 milljóna evra, eða um 650 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að fjármögnunin verði notuð til að efla starfsemi PLAIO í Evrópu og til sóknar á Bandaríkjamarkað, ásamt því að nýtast til þróunar á Coplanner, nýju tóli fyrirtækisins sem notar gervigreind til að auðvelda yfirsýn og ákvarðanir stjórnenda þegar kemur að nýtingu aðfanga. Iðunn, fjárfestingarsjóður í umsjá eignastýringu Kviku banka, leiðir fjármögnunina með áframhaldandi þátttöku frá núverandi fjárfestum, Frumtaki og Dr. Agon. Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, og Andri Sveinsson frá Dr. Agon taka í kjölfarið sæti í stjórn PLAIO. PLAIO var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind fyrir lyfja- og líftæknifyrirtæki. Hugbúnaðurinn sjálfvirknivæðir aðfangakeðjur með það að markmiði að hagræða í rekstri og hámarka nýtingu aðfanga. „Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum lyfjaiðnaðarins og er einfaldur í uppsetningu, sem þýðir minni tími og kostnaður viðskiptavina við innleiðingu. Viðskiptavinum PLAIO hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum, og eru alþjóðleg lyfjafyrirtæki á borð við Covis Pharma, Camarus og Alvotech á meðal viðskiptavina,“ segir í tilkynningu. „Við stofnuðum PLAIO í þeim tilgangi að breyta úreltum, ónákvæmum og óhagkvæmum aðferðum í aðfangastýringu innan lyfjageirans. Ég hef starfað lengi að stýringu aðfangakeðjunnar og orðið vitni að þeim flóknu vandamálum sem lyfjafyrirtæki standa frammi fyrir á hverjum degi þegar að kemur að ákvarðanatöku í aðfangakeðjunni. Það er meginástæðan fyrir því að við hófum þetta ferðalag, og þar sem áhugi og þróun á gervigreind heldur áfram að vaxa, erum við að upplifa mikinn vöxt og áhuga. Við erum spennt fyrir komandi misserum, og þessi fjármögnun mun hjálpa okkur að halda áfram að sækja fram og vaxa,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO, í tilkynningu. „PLAIO er í forystu þegar kemur að stafrænni byltingu innan lyfjageirans, Við sjáum PLAIO sem mikilvæga lausn fyrir lyfjafyrirtæki og hún mun geta skipt sköpum þegar það kemur hámörkun og betri nýtingu hráefna. Við höfum sterka trú á að fyrirtækið muni vera leiðandi á þessu sviði innan nokkurra ára, og erum afar spennt að taka þátt í þessari vegferð,“ segir Pétur Richter, fjárfestingastjóri hjá Iðunni. Vísindi Lyf Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Sjá meira
Þar segir að fjármögnunin verði notuð til að efla starfsemi PLAIO í Evrópu og til sóknar á Bandaríkjamarkað, ásamt því að nýtast til þróunar á Coplanner, nýju tóli fyrirtækisins sem notar gervigreind til að auðvelda yfirsýn og ákvarðanir stjórnenda þegar kemur að nýtingu aðfanga. Iðunn, fjárfestingarsjóður í umsjá eignastýringu Kviku banka, leiðir fjármögnunina með áframhaldandi þátttöku frá núverandi fjárfestum, Frumtaki og Dr. Agon. Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, og Andri Sveinsson frá Dr. Agon taka í kjölfarið sæti í stjórn PLAIO. PLAIO var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind fyrir lyfja- og líftæknifyrirtæki. Hugbúnaðurinn sjálfvirknivæðir aðfangakeðjur með það að markmiði að hagræða í rekstri og hámarka nýtingu aðfanga. „Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum lyfjaiðnaðarins og er einfaldur í uppsetningu, sem þýðir minni tími og kostnaður viðskiptavina við innleiðingu. Viðskiptavinum PLAIO hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum, og eru alþjóðleg lyfjafyrirtæki á borð við Covis Pharma, Camarus og Alvotech á meðal viðskiptavina,“ segir í tilkynningu. „Við stofnuðum PLAIO í þeim tilgangi að breyta úreltum, ónákvæmum og óhagkvæmum aðferðum í aðfangastýringu innan lyfjageirans. Ég hef starfað lengi að stýringu aðfangakeðjunnar og orðið vitni að þeim flóknu vandamálum sem lyfjafyrirtæki standa frammi fyrir á hverjum degi þegar að kemur að ákvarðanatöku í aðfangakeðjunni. Það er meginástæðan fyrir því að við hófum þetta ferðalag, og þar sem áhugi og þróun á gervigreind heldur áfram að vaxa, erum við að upplifa mikinn vöxt og áhuga. Við erum spennt fyrir komandi misserum, og þessi fjármögnun mun hjálpa okkur að halda áfram að sækja fram og vaxa,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO, í tilkynningu. „PLAIO er í forystu þegar kemur að stafrænni byltingu innan lyfjageirans, Við sjáum PLAIO sem mikilvæga lausn fyrir lyfjafyrirtæki og hún mun geta skipt sköpum þegar það kemur hámörkun og betri nýtingu hráefna. Við höfum sterka trú á að fyrirtækið muni vera leiðandi á þessu sviði innan nokkurra ára, og erum afar spennt að taka þátt í þessari vegferð,“ segir Pétur Richter, fjárfestingastjóri hjá Iðunni.
Vísindi Lyf Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Sjá meira