Viðskipti innlent

Þór­hallur ráðinn fjár­mála­stjóri SORPU

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þórhallur starfaði áður sem sviðsstjóri fjármálasviðs hjá Lyfjastofnun undanfarin 16 ár.
Þórhallur starfaði áður sem sviðsstjóri fjármálasviðs hjá Lyfjastofnun undanfarin 16 ár. SORPA

Þórhallur Hákonarson hefur verið ráðinn fjármálastjóri SORPU. Hann starfaði áður sem sviðsstjóri fjármálasviðs hjá Lyfjastofnun undanfarin sextán ár, meðal annars sem staðgengill forstjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SORPU en Þórhallur hefur einnig starfað við markaðsþróun hjá Össuri, sem verkefnastjóri útboða hjá Ríkiskaupum, auk þess sem hann starfaði sem fjármálastjóri Landhelgisgæslunnar. 

Hann lauk viðskiptafræðinámi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2001 og meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands árið 2012.

„Ég er mjög spenntur fyrir SORPU og verkefnum fyrirtækisins. Málaefni hringrásarhagkerfisins eru ein mikilvægustu mál samtímans og munu skipta lykilmáli í sjálfbærni, umhverfisvernd auk þess sem í þeim felast gríðarlega efnahagsleg tækifæri fyrir fyrir almenning og samfélagið allt. Það er mér mikil hvatning að fá tækifæri til að leggja lóð mitt á vogarskálarnar til að hjálpa SORPU að verða áfram leiðandi afl í þessum málaflokki,“ er haft eftir Þórhalli.

Hann hóf störf hjá SORPU í byrjun sumars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×