Viðskipti erlent

Brown líkir ástandinu við fall Lehman Brothers

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gordon Brown var ómyrkur í máli.
Gordon Brown var ómyrkur í máli. Mynd/ AFP.
Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir að efnahagskreppan í Evrópu sé hættulegri en fall Lehman Brothers fyrir þremur árum. Hann segir raunverulega hættu á því að kreppan geti orðið erfiðari en hún var árið 1930, verði ekki gripið til ráðstafana. „Evran getur ekki braggast í óbreyttu formi og við munum þurfa að breyta henni verulega,“ sagði Brown á ráðstefnu World Economic Forum.

Brown segir að bankakerfið sé í heild illa fjármagnað og evrópsku bankarnir hafi miklu meiri skuldbindingar en amerísku bankarnir. Hann bendir á að fyrir þremur árum hafi bankarnir verið illa staddir. Þá hafi ríkissjóðir farið í það að bjarga bönkunum og nú séu bæði ríkissjóðir og bankar illa staddir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×