Gefið eftir í stóru málunum 17. september 2011 07:00 Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh Fréttir Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh
Fréttir Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira