Gefið eftir í stóru málunum 17. september 2011 07:00 Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh
Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira