Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða 17. september 2011 07:30 Stopp Engar langreyðar eru veiddar þetta sumarið og segir utanríkisráðherra það benda sterklega til þess að ekki sé markaður fyrir afurðirnar.Fréttablaðið/anton Össur Skarphéðinsson Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. „Við höfum alltaf sagt að við nýtum auðlindir okkar með sjálfbærum hætti. Það má draga í efa að við nýtum þær með sjálfbærum hætti ef við veiðum langreyði sem ekki er hægt að selja. Það hafa verið bornar brigður á að hægt sé að selja afurðirnar,“ segir Össur. „Í mínum huga er engin spurning um að veiðar á hrefnu eru sjálfbærar, en í strangasta skilningi sjálfbærni er hægt að setja spurningarmerki við að langreyðarveiðarnar séu það.“ Hann segir að ekki verði betur séð en ekki sé hægt að selja afurðirnar nú, sem sé væntanlega ástæða þess að ekki sé verið að veiða stórhveli um þessar mundir. Þrátt fyrir efasemdir um sjálfbærni stórhvelaveiða Íslendinga segist Össur hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að vinaþjóð eins og Bandaríkin skuli hafa gripið til þeirra ráða að beita Ísland diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða í atvinnuskyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. „Það veldur mér vonbrigðum að sjá þá skammsýni sem felst í því að ætla hugsanlega að láta þetta koma niður á samstarfi um norðurslóðir,“ segir Össur. Hann segir að viðræður hafi staðið yfir við bandarísk stjórnvöld um samstarf sem þjónað hefði hagsmunum beggja þjóða. „Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður, það eru margar þjóðir sem vilja samstarf við Íslendinga um norðurslóðir. Við verðum þá bara að einbeita okkur að þeim, ef Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á að eiga við okkur samstarf,“ segir Össur. „Ég get nefnt Rússa, Kínverja, Norðmenn og fleiri.“ brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. „Við höfum alltaf sagt að við nýtum auðlindir okkar með sjálfbærum hætti. Það má draga í efa að við nýtum þær með sjálfbærum hætti ef við veiðum langreyði sem ekki er hægt að selja. Það hafa verið bornar brigður á að hægt sé að selja afurðirnar,“ segir Össur. „Í mínum huga er engin spurning um að veiðar á hrefnu eru sjálfbærar, en í strangasta skilningi sjálfbærni er hægt að setja spurningarmerki við að langreyðarveiðarnar séu það.“ Hann segir að ekki verði betur séð en ekki sé hægt að selja afurðirnar nú, sem sé væntanlega ástæða þess að ekki sé verið að veiða stórhveli um þessar mundir. Þrátt fyrir efasemdir um sjálfbærni stórhvelaveiða Íslendinga segist Össur hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að vinaþjóð eins og Bandaríkin skuli hafa gripið til þeirra ráða að beita Ísland diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða í atvinnuskyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. „Það veldur mér vonbrigðum að sjá þá skammsýni sem felst í því að ætla hugsanlega að láta þetta koma niður á samstarfi um norðurslóðir,“ segir Össur. Hann segir að viðræður hafi staðið yfir við bandarísk stjórnvöld um samstarf sem þjónað hefði hagsmunum beggja þjóða. „Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður, það eru margar þjóðir sem vilja samstarf við Íslendinga um norðurslóðir. Við verðum þá bara að einbeita okkur að þeim, ef Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á að eiga við okkur samstarf,“ segir Össur. „Ég get nefnt Rússa, Kínverja, Norðmenn og fleiri.“ brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira