Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn 17. september 2011 00:00 Hrósar sigri Helle Thorning-Schmidt verður næsti forsætisráðherra Danmerkur eftir kosningasigur vinstriflokkanna. Hún verður fyrsta konan til að gegna því embætti.NordicPhotos/AFP AFP/Nordicphotos „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
„Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira