Söngkonan Whitney Houston snýr aftur á hvíta tjaldið á næstunni í endurgerð kvikmyndarinnar Sparkle frá árinu 1976.
Idol-stjarnan Jordin Sparks leikur einnig í myndinni sem er byggð á sögu hljómsveitarinnar The Supremes. Fyrsta kvikmyndahlutverk Houston var í The Bodyguard árið 1992 og lék hún í nokkrum myndum í kjölfarið, en hefur ekki leikið í fimmtán ár. Í Sparkle leikur hún móður Jordin Sparks, sem vill að dóttir sín stígi varlega til jarðar í tónlistarbransanum.
Houston á hvíta tjaldið
