NBA: Þríframlengt í London þegar New Jersey vann aftur Toronto Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2011 11:00 Deron Williams og Sasha Vujacic. Mynd/AP NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira