Viðskipti erlent

Daewo staðfestir að Mærsk hafi pantað 10 risaflutningaskip

Skipasmíðastöðin Daewo í Suður Kóreu hefur nú staðfest að danska skipafélagið Mærsk Line hefur pantað 10 risavaxin flutningaskip hjá stöðinni.

Óstaðfestar fréttir hafa verið um málið í dönskum fjölmiðlum undanfarin mánuð. Samkvæmt frétt á börsen.dk er um að ræða 440 metra löng flutningskip sem geta flutt allt að 18.000 stykki af 20 feta gámum í einu. Samningurinn er metinn á 1,8 milljarða dollara eða rúmlega 210 milljarða kr.

Á Bloomberg fréttaveitunni segir að Mærsk hafi einnig samið um kauprétt á 10 til 20 af þessum risaskipum og metur fréttaveitan samninginn á yfir 4 milljarða dollara.

Sem stendur á Mærsk nokkur af stærstu fraktskipum heimsins. Um er að ræða skip í svokölluðum E-klassa en þau geta flutt allt að 14,770 stykkjum af 20 feta gámum.


Tengdar fréttir

Mærsk íhugar byggingu risaflutningaskipa

Danska skipafélagið Mærsk Line er nú að íhuga byggingu fjölda risaflutningaskipa. Um danska skipageirann flæðir nú orðrómur um þessa frétt. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Alphaliner er Mærsk um það bil að leggja inn pöntun fyrir 440 metra löng flutningskip sem geta flutt allt að 18.000 stykki af 20 feta gámum í einu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×