Lífið

Best að kyssa Tom Cruise

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur kysst nokkra af kynþokkafyllstu karlmönnum heims í gegnum vinnu sína.

Hún á þó ekki í neinum vandræðum með að nefna þann sem henni þótti standa sig best og það er Tom Cruise.

„Ég lék lítið hlutverk í kvikmyndinni Austin Powers 3 og þar fékk ég að kela svolítið við Tom Cruise. Hann er frábær kyssari," sagði leikkonan góðkunna í nýlegu viðtali.

Umrætt atriði má sjá hér að ofan en kossinn góði er eftir um tvær og hálfa mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.