Handbolti

Einar Jónsson: Við eigum mikið inni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram. Mynd/Anton
„Við erum með 100% árangur það sem af er og að mínu mati erum við nokkuð á áætlun. Ég er ánægður með það. Þetta er eitthvað sem ekki allir áttu von á fyrir mót,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram.

Safamýrarliðið er með fullt hús stiga en það vann eins marks sigur á Val í kvöld. Lengi var útlit fyrir nokkuð þægilegan sigur Framara en Valsmenn veittu þeim mikla keppni í lokin.

„Við erum ryðgaðir sóknarlega. Þetta hefur verið svona í nánast öllum leikjunum og er eitthvað sem við verðum að skoða. Síðustu 10-15 mínúturnar erum við ekki nægilega góðir. Ég held að þetta sé ekki úthaldið því við erum að „rótera“ vel. Þetta er eitthvað sem við þurfum kannski að laga í hausnum á okkur,“ segir Einar.

Þrátt fyrir að margir hafi hrifist af spilamennsku Fram í upphafi móts telur Einar liðið ekki hafa spilað eins og það getur best.

„Við eigum mikið inni. Við þurfum að slípa sóknarleikinn en við erum með góða einstaklinga og gott lið. Við þurfum að spila aðeins betur saman sem lið. Varnarlega erum við í flottum málum,“ segir Einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×